Leita í fréttum mbl.is

Enn hvađ ţađ var skrýtiđ

Umrćđan um skuldavanda sveitarfélaga er sérstök á stundum. Forustumenn stórskuldugra sveitarfélaga koma fram og láta eins og eitthvađ hafi skyndilega gerst. 

Já ţađ er svo skrýtiđ ađ sveitarfélagiđ á viđ gríđarlegan fjárhagsvanda ađ etja segja strandkapteinarnir. Í öllum tilvikum áttu og máttu stjórnendur sveitarfélagsins vita ađ hverju stefndi  árum saman, en gerđu ekkert. 

Hvađ gerist svo ţegar fjárhag sveitarfélagsins hefur veriđ stýrt í ţrot? Ţá ćtla strandkapteinarnir ađ rétta allt viđ í stađinn fyrir ađ ţakka fyrir sig og viđurkenna alvarleg mistök.

Í einkafyrirtćkjum er sjálfgert fyrir eigandann, ađ pakka saman,ef illa gengur en hjá hinu opinbera er leitađ lausna, sem felast alltaf í ađ níđast meira á skattgreiđendum undir fyrirsögninni: Ekki mér ađ kenna.

Laun stjórnenda flestra sveitarfélaga og lykilstarfsmanna eru allt of há. Í Reykjavík er fyrstu varamönnum borgarstjórnar greidd laun,vegna ţess, ađ Dagur ţurfti ađ tryggja stuđning VG viđ meirihlutasamstarfiđ á síđasta kjörtímabili eftir ađ VG missti einn fulltrúa. Ţá var í lagi ađ bćta viđ nokkrum tugum milljóna viđ  útgjöld borgarinnar, til starfslauss fólks og allir flokkarnir kjömsuđu á ţessu bruđli og létu sér vel líka.

Ţađ sem síđan er verra, er ađ sveitarfélögum er iđulega illa stjórnađ. En forráđamenn ţeirra hafa komist upp međ meira rugl en Alţingi, ţar sem kastljós fjölmiđlanna er beint ađ Alţingi en nánast ekkert ađ sveitarfélögunum. Auk ţess hafa menn í ýmsum sveitarfélgum komist upp međ áralanga óstjórn á grundvelli ţess ađ stjórn og stjórnarandstađa vinnur eftir reglunni. Ég klóra ţér á bakinu og ţú klórar mér.

Ţjóđ sem rekur ríkissjóđ međ gríđarlegum halla í bullandi góđćri og sveitarfélög sem eru viđ ţađ ađ segja sig til ríkis vegna gríđarlegs hallareksturs í bullandi góđćri mćtti gera sér grein fyrir nauđsyn ţess ađ skipta um stefnu og fólk í brúnni áđur en ţjóđarskútunni verđur siglt í strand međ ţeim afleiđingum, ađ verra Hrun getur orđiđ en áriđ 2008.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 4805
  • Frá upphafi: 2426675

Annađ

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 4457
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband