Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmál í Hollandi og Íslandi

Helsta baráttumál hefðbundinna stjórnmálaflokka á Vesturlöndum um nokkurt skeið, hefur verið að komast í ríkisstjórn og vera með í partíinu. Ekki þó til að gera neitt umfram að deila og drottna í þágu vina og flokksfélaga.

Eftir að BBB flokkurinn (Borgara og bænda hreyfingin) í Hollandi varð stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum m.a. vegna andstöðu sína við loftslagsstefnu stjórnvalda, voru góð ráð dýr fyrir stofnanaflokkana. 

Mark Rutte,Teflon Mark eins og hann er kallaður,  sem leitt hefur fjórar samsteypustjórnir samfellt á 13 ára tímabili sá til þess, að hægt var að mynda samsteypustjórn fjögurra stærstu hefðbundinna stjórnmálaflokka til að halda BBB utan stjórnar og gera þá áhrifalausa og gæta þess, að vilji stórs hluta kjósenda næðu ekki fram að ganga að neinu leyti. 

Nú þrýtur Mark Rutte örendið vegna þess að jafnvel í Hollandi halda stofnanaflokkarnir samt í ákveðna grunnstefnu, ólíkt því sem er hér. 

Hér norður við heimskautsbaug fylgir ríkisstjórnin óábyrgri stefnu í málum hælisleitenda þrátt fyrir að Jóni Gunnarssyni tækist með harðfylgi að koma fram örlitlum breytingum þrátt fyrir andstöðu VG. 

Óneitanlega hlítur Sjálfstæðisfólk að velta fyrir sér hvort forusta flokksins sé tilbúin til að gefa hvað sem er eftir bara til að hanga í ríkisstjórn með Framsókn og Vinstri grænum. 

Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar er ríkissjóður rekinn með gríðarlegum halla og báknið þennst út. Atvinnumálaráðherra VG tekur fyrir að atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Varaformaður VG þvælist fyrir því að lögfestar verði nauðsynlegar reglur varðandi stéttarfélög og vinnudeilur. Ólöglegir innflytjendur flæða inn í landið og ríkisstjórnina skortir samstöðu um að gera nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsreglum til að koma í veg fyrir hamfarir vegna þess.

Til að kóróna allt boðar forsætisráðherra, að leggjast á árar til að takmarka tjáningarfrelsið með því m.a. að setja opinbera starfsmenn á námskeið til að læra hvað má segja og ekki segja. Allt er það með blessun formanna hinna stjórnmálaflokkana

Hvenær er eiginlega kominn tími til að ljúka þessu stjórnarsamstarfi. Ég taldi næsta öruggt að þegar Svandís Svavarsdóttir braut gegn atvinnufrelsinu þá væri nóg komið. En svo var ekki. Sumarfríið heillaði. 

En hvað ætlar þá Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á í næstu kosningum?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorgleg staðreynd, að útlendingalögin voru samin af Sjálfstæðisflokknum, undir stjórn þingkonu flokksins í Suðurlandskjördæmi, en sunnlenskir sjálfstæðismenn felldu hana í næsta prófkjöri.  Flokksforystan tók ekkert mark á því.

Andreas Bergmann (IP-tala skráð) 10.7.2023 kl. 13:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Hlítur er með ý, en þau mistök eru aðeins toppurinn, verri eru þau að halda að eitthvað betra taki við. Þar er þín ábyrgð stór, niðurbrot er aldrei lausn.

Staðfesta kannski ekki heldur, en hún er þó alltaf vegvísir.

Það sama er ekki sagt um Samfylkingar/Pírata röflið.

Mig minnir að það röfl kalli líka á stjórnarslit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.7.2023 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 23
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 4758
  • Frá upphafi: 2590052

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4439
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband