Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmál í Hollandi og Íslandi

Helsta baráttumál hefđbundinna stjórnmálaflokka á Vesturlöndum um nokkurt skeiđ, hefur veriđ ađ komast í ríkisstjórn og vera međ í partíinu. Ekki ţó til ađ gera neitt umfram ađ deila og drottna í ţágu vina og flokksfélaga.

Eftir ađ BBB flokkurinn (Borgara og bćnda hreyfingin) í Hollandi varđ stćrsti flokkurinn í öllum kjördćmum m.a. vegna andstöđu sína viđ loftslagsstefnu stjórnvalda, voru góđ ráđ dýr fyrir stofnanaflokkana. 

Mark Rutte,Teflon Mark eins og hann er kallađur,  sem leitt hefur fjórar samsteypustjórnir samfellt á 13 ára tímabili sá til ţess, ađ hćgt var ađ mynda samsteypustjórn fjögurra stćrstu hefđbundinna stjórnmálaflokka til ađ halda BBB utan stjórnar og gera ţá áhrifalausa og gćta ţess, ađ vilji stórs hluta kjósenda nćđu ekki fram ađ ganga ađ neinu leyti. 

Nú ţrýtur Mark Rutte örendiđ vegna ţess ađ jafnvel í Hollandi halda stofnanaflokkarnir samt í ákveđna grunnstefnu, ólíkt ţví sem er hér. 

Hér norđur viđ heimskautsbaug fylgir ríkisstjórnin óábyrgri stefnu í málum hćlisleitenda ţrátt fyrir ađ Jóni Gunnarssyni tćkist međ harđfylgi ađ koma fram örlitlum breytingum ţrátt fyrir andstöđu VG. 

Óneitanlega hlítur Sjálfstćđisfólk ađ velta fyrir sér hvort forusta flokksins sé tilbúin til ađ gefa hvađ sem er eftir bara til ađ hanga í ríkisstjórn međ Framsókn og Vinstri grćnum. 

Ţrátt fyrir góđćri til lands og sjávar er ríkissjóđur rekinn međ gríđarlegum halla og bákniđ ţennst út. Atvinnumálaráđherra VG tekur fyrir ađ atvinnufrelsisákvćđi stjórnarskrárinnar séu virt. Varaformađur VG ţvćlist fyrir ţví ađ lögfestar verđi nauđsynlegar reglur varđandi stéttarfélög og vinnudeilur. Ólöglegir innflytjendur flćđa inn í landiđ og ríkisstjórnina skortir samstöđu um ađ gera nauđsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsreglum til ađ koma í veg fyrir hamfarir vegna ţess.

Til ađ kóróna allt bođar forsćtisráđherra, ađ leggjast á árar til ađ takmarka tjáningarfrelsiđ međ ţví m.a. ađ setja opinbera starfsmenn á námskeiđ til ađ lćra hvađ má segja og ekki segja. Allt er ţađ međ blessun formanna hinna stjórnmálaflokkana

Hvenćr er eiginlega kominn tími til ađ ljúka ţessu stjórnarsamstarfi. Ég taldi nćsta öruggt ađ ţegar Svandís Svavarsdóttir braut gegn atvinnufrelsinu ţá vćri nóg komiđ. En svo var ekki. Sumarfríiđ heillađi. 

En hvađ ćtlar ţá Sjálfstćđisflokkurinn ađ bjóđa upp á í nćstu kosningum?  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er sorgleg stađreynd, ađ útlendingalögin voru samin af Sjálfstćđisflokknum, undir stjórn ţingkonu flokksins í Suđurlandskjördćmi, en sunnlenskir sjálfstćđismenn felldu hana í nćsta prófkjöri.  Flokksforystan tók ekkert mark á ţví.

Andreas Bergmann (IP-tala skráđ) 10.7.2023 kl. 13:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Jón.

Hlítur er međ ý, en ţau mistök eru ađeins toppurinn, verri eru ţau ađ halda ađ eitthvađ betra taki viđ. Ţar er ţín ábyrgđ stór, niđurbrot er aldrei lausn.

Stađfesta kannski ekki heldur, en hún er ţó alltaf vegvísir.

Ţađ sama er ekki sagt um Samfylkingar/Pírata röfliđ.

Mig minnir ađ ţađ röfl kalli líka á stjórnarslit.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 10.7.2023 kl. 17:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 2695
  • Frá upphafi: 2298220

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2518
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband