Leita í fréttum mbl.is

Almenn skynsemi og þorskhausar.

Er það svo, að það sitji 63 þorskhausar á Alþingi eins og Kári Stefánsson heldur fram? Fjarri fer því. 

Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi, að menn deili um menn og málefni, raunar forsenda þess að gott og framsækið lýðræðisþjóðfélag sé við lýði. Það er gaman að hlusta á pólitískar umræður, þar sem vegist er á með rökum, skarpskyggni, góðri dómgreind og vitrænum hætti. Því miður gefst það sjaldan á Alþingi, en kemur þó fyrir. 

Þeir sem sitja á Alþingi eru upp til hópa ágætlega viti bornir einstaklingar og verða þeir að eiga það með réttu. 

Þegar einstaklingur fellir palladóma um alþingismenn og telur álíka vit í hausum þeirra og þorskhausa, þá er sá hinn sami að hreykja sér upp á grundvelli fjarstæðukenndrar yfirlýsingar.

Ummælin voru á mótmælafundi strandveiðisjómanna, en þar lofaði þorskhausa ræðumaðurinn kvótakerfið. Það kerfi veldur því að strandveiðisjómenn þurfa nú að sigla í land og mótmæla. Breyta þarf kvótakerfinu til að strandveiðisjómenn geti haldið áfram veiðum.

Þetta er mergurinn málsins og því erfitt að sjá hvaða vitræna samhengi er í svona málflutningi ræðumannsins og hvað afsakar þessa samlíkingu ræðumannsins. 


mbl.is 63 þorskhausar inni á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki möguleiki að Kári hafi ofmetnast í gegnum árin???

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2023 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 493
  • Sl. sólarhring: 535
  • Sl. viku: 5007
  • Frá upphafi: 2426877

Annað

  • Innlit í dag: 457
  • Innlit sl. viku: 4645
  • Gestir í dag: 439
  • IP-tölur í dag: 415

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband