Leita í fréttum mbl.is

Þjóðernissinnaður hægri flokkur

Í dag eru þingkosningar á Spáni. Fréttastofa RÚV hefur fundið sinn óvin þar, VOX flokkinn, sem RÚV segir öfgahægri flokk.  

Fréttastofa RÚV andskotaðist út í flokk Melloni á Ítalíu vegna sömu ávirðinga. Eftir að Melloni varð forsætisráðherra sést, að ríkisstjórn hennar er sú besta á Ítalíu um áratuga skeið.

En hver er þessi VOX flokkur á Spáni? 

VOX byggir á kristnum gildum, virðingu fyrir einstaklingnum og er andstæðingur fasisma, nasisma og kommúnisma. VOX er á móti kynrænu sjálfræði og vill loka moskum öfgamúslima. Þeir berjast fyrir lægri sköttum og gegn útþennslu ríkisbáknsins.

VOX telur að lög Spánar eigi að gilda umfram lög Evrópusambandsins(ES)og er sammála okkur, sem erum á móti tillögu utanríkisráðherra um að ES lög gildi umfram íslensk.

VOX stendur fyrir einstaklingshyggju,valddreifingu, kristin gildi og mannréttindi. Þessvegna kærðu þau Kóvíd ráðstafanir stjórnar sósíalista, til stjórnlagadómstóls Spánar og unnu sigur. 

RÚV greinir ekki frá því að Sósíalistar hafa staðið fyrir árásum á frambjóðendur VOX. Þessir vinstriöfgamenn, sem saka VOX um fasisma eru þeir einu sem beita frambjóðendur annarra flokka ofbeldi og reyna að koma í veg fyrir lýðræðislega starfsemi andstæðinga sinna. 

VOX er róttækur þjóðernissinnaður hægri flokkur, sem vill ekki að það sé skipt um þjóð á Spáni og leggur fram tillögur um að stemma stigu við straumi hælisleitenda til landsins. Þeir vilja verja einingu Spánar og andæfa gegn grænu öfgahyggjunni.

Athyglisverð eru ummæli eins helsta forustumanns VOX fyrir nokkru varðandi innflytjendastrauminn, en hann sagði: "Það eru bara þeir ríku sem geta veitt sér þau lífsgæði að eiga ekki föðurland."  Þeir ofurríku, berjast nú flestir fyrir glópalisma og alheimsstjórn með Davos sem höfuðborg sína. Gegn þjóðríkinu og hefðbundnu lýðræði. 

Við lýðræðissinnar sem viljum venda þjóðríkið, valddreifingu og réttindi einstaklinganna verðum  að vera í varðstöðu gagnvart þeim öflum. Raunverulegu lýðræði og þjóðríkinu stafar hætta frá auðkýfingunum í Davos, en ekki frá þeim sem vilja vernda hefðbundið lýðærði og fullveldi þjóðríkisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 675
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6411
  • Frá upphafi: 2473081

Annað

  • Innlit í dag: 612
  • Innlit sl. viku: 5840
  • Gestir í dag: 587
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband