Leita í fréttum mbl.is

Kyrrstöðustjórnin heldur áfram

Þeir sem töldu, að Bjarni Benediktsson yrði utn ríkisstjórnar eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag hafa lítið pólitískt innsæi. Formaður stærsta stjórnarflokksins getur ekki verið utan ríkisstjórnar. 

Stólaskipti varaformanns og formanns Sjálfstæðisflokksins voru líka fyrirséð. E.t.v. hefði farið betur á því að Guðrún Hafsteinsdóttir og Bjarni hefðu haft stólaskipti, þar sem bæði búa yfir þekkingu sem mundi nýtast í þeim ráðherrastólum. 

Stjórnarflokkarnir efndu til hópeflisfundar þingflokka stjórnarflokkana um ekki neitt. Þrátt fyrir það er gott fyrir þingmenn að fara á Þingvöll og treysta sín heit.  Sem raunar vekur upp spurningu um að láta draum Fjölnismanna rætast um Alþingi á Þingvöllum. Þingtímann væri þá frá mars- desember.

Nýtt ráðuneyti tekur við á ríkisráðsfundi þó allir ráðherrar séu þeir sömu og undir sömu verkstjórn og málefnagrundvelli. Vissulega má taka undir það með formönnum stjórnarflokkana að viðfangsefnin eru mörg og mikilvæg, en þannig er það alltaf í pólitík og afsakar ekki þrásetu ríkisstjórnar sem hefur ekkert nýtt til málanna að leggja.

Þrásetu- og kyrrstöðustjórnin hefur það eina markmið að vera við völd án takmarks og enn minni tilgangs.Eftir nokkru er að slægjast á mesta góðæristíma í íslensku samfélagi og ekki nokkrar líkur á að gætt verði aðhalds og sparnaðar. Verðbólgan töltir því í takt við eyðslustefnu ríkisstjórnarinnar hvað svo sem Seðlabankastjóri gerir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband