Leita í fréttum mbl.is

Endalok lýðræðis

Þegar kemur að pólitískri innrætingu og áróðri, á fréttastofa RÚV fáa sína líka.

Í kvöldfréttum var langur fréttapistill um kosningar í Póllandi. Boðskapur RÚV var,að mikil ógn steðjaði að Pólverjum ef núverandi stjórnarflokkur sem telst til hægri ynni sigur. Talað var ítrekað um að það kynni að þýða endalok lýðræðis í Póllandi. Loks var kynnt áróðurskvikmynd andstæðinga stjórnarflokksins "Lög og réttur"

Svipaða tuggu hefur fólk iðulega heyrt áður á RÚV. Hægri flokkar sem vilja stjórna eigin landamærum, fá neikvæða umfjöllun hjá RÚV sbr.t.d.Viktor Orban í Ungverjalandi, Svíþjóðardemókratar og Alternative für Deutschland. Engum hefur þó verið gert svo hátt undir höfði að nánast fullyrða, að sigur þeirra mundi þýða endalok lýðræðis. 

Merkilegt að engin umræða skuli fara fram á Alþingi um þessa ríkisfréttastofu og þau brot á almennum mannréttindum að skikka fólk og fyrirtæki til að borga fyrir einhliða áróðursmiðstöð.

Af hverju má fólk ekki ráða því hvort það eru áskrifendur að útvarpsstöð eða ekki. Það ættu að vera ótvíræð lýðréttindi að einstaklingar geti sjálft valið sína miðla í stað þess að ríkisvaldið troði þeim ofan í fólk með góðu eða illu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vita ekki öfga-vinstri vitringar hjá RÚV að lýðræðið, upplýsingin og trúfrelsið (sem er málfrelsið) og allar framfarir Vesturlanda síðan 1648, er sprottið af agaðri íhaldssemi?

Líklega ekki, enda kalla þeir fasista vera hægri-öfga, eins og Mússólíni sem fínpussaði Marxismann upp í syncretískan fasisma  ... úff, of flókið fyrir vinstri-öfga.

Það eru engir hægriflokkar lengur til á vesturlöndum. Við erum búin að vera.

Guðjón E. Hreinberg, 15.10.2023 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 390
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4180
  • Frá upphafi: 2295915

Annað

  • Innlit í dag: 365
  • Innlit sl. viku: 3831
  • Gestir í dag: 351
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband