Leita í fréttum mbl.is

Sr. Friðrik Friðriksson og Edward Heath

Edward Heath var formaður breska Íhaldsflokksins 1965-1975 og forsætisráðherra Bretlands 1970-1974. Þó nokkru eftir dauða hans árið 2005 komu fram ásakanir í hans garð um barnaníð o.fl. Hann var fordæmdur vegna þessara ásakana, en eftir að mikla rannsókn, kom í ljós að ásakanirnar rangar. Edward Heath hafði ekkert til saka unnið.

Það tók 10 ár að leiðrétta lygina og á meðan beið minning Heath óbætanlega hnekki og pólitískir andstæðingar notfærðu sér þessar röngu ásakanir út í æsar.  

Það er auðvelt að ljúga upp á látið fólk. Saga Heath sýnir, að réttarfar alþýðudómstóla byggir á því að hver sem er ásakaður um kynferðisglæp teljist sekur nema meint sök sé afsönnuð.

Nú er sótt að sr. Friðrik Friðrikssyni þeim mæta frumkvöðli og sómamanni. Ákveðin þjóðfélagsleg öfl hafa alltaf haft horn í síðu sr. Friðriks. Hann var sannur baráttumaður trúarinnar og lagði grunn að mikilvægu æskulýðsstarfi bæði trúarlegu og félagslegu. Sr. Friðrik lést í mars 1961 og hefur því verið látinn í rúm 62 ár.

Staðhæfingar um kynferðislega áreitni sr. Friðriks styðjast ekki við jafn traustar heimildir og ásakanirnar í garð Ted (Edward) Heath voru taldar, þegar rannsókn þess máls hófst. Ásakanirnar í garð Heath reyndust samt alrangar og ég tel upp á, að það sama gangi eftir um sr. Friðrik. 

Það er eftirtektarvert að ákveðnir þjóðfélagshópar sérstaklega vinstri sinnaðir sósíalistar hafa þegar fellt sinn dóm yfir sr. Friðrik en það er frekar óskhyggja þeirra og pólitískar öfgar en vinátta þeirra við sannleikann.

Það vill svo til, að ég kynntist báðum þessum mönnum. Heath að vísu lítið en sr. Friðrik meira, en þá var ég krakki og ungur maður um 15 ára þegar hann lést.

Báðir þessir menn voru þeirrar gerðar, að manni leið vel í návist þeirra þó ólíkir væru.

Edward Heath hafði mjög fágaða framkomu og góðan húmor og tók því vel þegar hlutunum var snúið upp á hann. Einu sinni sátum við Friðrik Sóphusson til borðs með Heath og þá sagði hann "Hversvegna er ungt fólk að ganga í flokka í dag? Til að ná sér í maka eða hvað? Friðrik svaraði að bragði. "Er líklegt miðað við þína reynslu að fólk telji það réttu leiðina? (Heath var einhleypur). Heath hló og sagði excellent answer(frábært svar). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er mér kunnugt um að Marteinn Lúter geti verið ásakaður um barnaníð en ýmislegt sem hann lét frá sér fara í ræðu og riti er  þess eðlis að vafasamt er að kenna íslensku þjóðkirkjuna við hann:                          The Dark Side of Martin Luther           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.10.2023 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 813
  • Sl. sólarhring: 994
  • Sl. viku: 3394
  • Frá upphafi: 2298128

Annað

  • Innlit í dag: 769
  • Innlit sl. viku: 3174
  • Gestir í dag: 736
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband