Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenningar og staðreyndir

Ég lauk í gær við að lesa bókina "Case Closed" (Málinu lokið) eftir Gerald Posner rannsóknarlögfræðing. Bókin fjallar um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963 og gerir góða úttekt á þeim samsæriskenningum sem hafa verið uppi og niðurstöðum Warren nefndarinnar svokölluðu sem rannsakaði málið í upphafi á vegum stjórnvalda.

Niðurstöður Warren nefndarinnar voru trúverðugar og niðurstaðan, að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki og myrt Kennedy. Ég var hissa þegar ég sá stórmynd Oliver Stone: JFK, sem var um bullkenningu Jim Garrison saksóknara í sambandi við morðið, að þessi þekkti leikstjóri skyldi gera slíkri bullkenningu svona hátt undir höfði.

Það var of einfalt fyrir marga að rugludallur eins og Lee Harvey Oswald hefði myrt Kennedy og leitað var allskyns skýringa og margvíslegar hugmyndir settar fram oft frekar af óskhyggju eða sjúkri ímyndun frekar en nokkuð annað. Haldið var fram, að bandaríska mafían stæði að baki morðinu, leyniþjónustur Bandaríkjanna, ríkisstjórn Kúbu, Sovétríkjanna. Já og jafnvel Lyndon B. Johnson viðtakandi forseti. Allar samsæriskenningar eru rangar og bók Posner er góð úttekt á því hvað gerðist. Niðurstaða Warren nefndarinnar var rétt og Posner sýnir enn betur fram á það í bók sinni en áður hefur verið gert. Málinu er lokið. Hin eina rétta niðurstaða liggur fyrir: 

Lee Harvey Oswald myrti John F. Kennedy. Hann var einn að verki. Sönnunargögnin eru fullnægjandi og ekkert vitrænt sem hnekkir þeirri niðurstöðu eða styður samsæriskenningarnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvað næst, farsóttin var alvöru og genaglundrið einnig?

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2023 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 286
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 4107
  • Frá upphafi: 2427907

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3801
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband