Leita í fréttum mbl.is

Seinna bara ekki í dag.

Borgarstjóri kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í gær og lýsti ánægju sinni með "viðsnúning" í rekstri borgarinnar. Viðsnúningurinn felst í  áætlun um lok hallarekstur borgarinnar  í framtíðinni. 

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar tók undir hvert orð borgarstjóra eins og lítið vasaútvarp og jók skrúðmælgina. 

Samt fer lítið fyrir sparnaðartillögum, en þeim mun meira fyrir áætlunum um auknar skatttekjur og fjölgun skattgreiðenda. 

Hætt er við að svona áætlun sé ekki virði þess pappírs sem hún er skrifuð á og verði í raun eins og svissneskur ostur með mun fleiri götum en mat. 

Stjórnendur Reykjavíkur, sjá ekki möguleika á því að spara í núinu og reka borgarsjóð hallalausan, en fyrirheitin um það sem gerist í framtíðinni eru þeim mun háleitari.

Þetta minnir óneitanlega á alkahólistann, sem vissi að hann átti við vandamál að stríða og þyrfti að gera það og ákvað að taka á vandanum síðar og sagði "I will quit tomorrow (ég hætti á morgun) síðan kom morgundagurinn með sömu drykkjunni og sömu fyrirheitum. Áætlunin var alltaf góð, síðan gerðist ekkert.

Hætt er við að það sama gerist með fínu áætlanirnar þeirra Dags og Einars.

Raunar er ekki vandamál að reka borgarsjóð hallalaust ef fitan, óráðssían og ábyrgðarleysið, sem Dagur og Einar bera alla ábyrgð á er skorin burtu og miðað við bókhald hinnar hagsýnu húsmóður um ráðdeild og sparnað. Til þess að það geti orðið þarf að segja meirihlutanum upp og fá fólk sem er tilbúið í verkefnið.

Núna en ekki einhverntímann í framtíðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 3848
  • Frá upphafi: 2427648

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3560
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband