Leita í fréttum mbl.is

Viðbúnaður og undirbúningur

Jörð skelfur sem aldrei fyrr á Reykjanesi. Við sem fylgjumst með úr fjarlægð vorkennum þeim sem búa í nágrenninu sérstaklega Grindvíkingum, sem þurfa að þola margar svefnlausar nætur auk ýmiss annars og veltum fyrir okkur hvað við getum gert.  

Vonandi linnir skjálftum og vonandi komumst við hjá því í lengstu lög að það gjósi nálægt byggð á Reykjanesi. Gos nálægt byggð er ein alvarlegasta náttúruvá, sem um ræðir. 

Við þessar aðstæður ber öllum að undirbúa sig sem best. Huga verður að möguleikum á brottflutningi fólks með skömmum fyrirvara og koma upp hjálparstöðvum og bráðabirgðahúsnæði. 

Ekki verður komist hjá að skoða gerð nýs flugvallar fyrir innan- og millilandaflug annarsstaðar en á Reykjanesskaga. Þá kemur helst í huga Melasveit í Borgarfirði eða nágrenni Selfoss. Þó svo ekkert verði gert eða þurfi að gera, þá er gott að hafa valmöguleikann og láta vinna nauðsynlega hönnunarvinnu. 

Ísland er illa sett ef gos leiðir til þess að fjöldi fólks þarf að yfirgefa heimili sín og Keflavíkurflugvöllur lokast. Það er því miður raunhæfur möguleiki. Við verðum að búa okkur undir það og verðum að setja peninga í slíkan undirbúning en hætta að mala með stofukommúnistunum um mögulega hlýnun af mannavöldum.

Dekurverkefnum verður að ýta til hliðar þegar alvaran bankar á dyrnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 322
  • Sl. sólarhring: 382
  • Sl. viku: 3378
  • Frá upphafi: 2295056

Annað

  • Innlit í dag: 291
  • Innlit sl. viku: 3078
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 286

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband