Leita í fréttum mbl.is

Getum við látið sem ekkert C?

Enn ein skoðanakönnun kom í gær, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 19 prósent fylgi. Undanfarna mánuði hefur Flokkurinn mælst með fylgi frá 17% og upp í 20%. 

Svo virðist sem forustu flokksins telji þetta ekki mikið tiltökumál. Alla vega er ekki reynt að bregðast við og efna til umræðu meðal flokksmanna um hvað þurfi að gera, eins og jafnan var gert á árum áður þegar fylgi flokksins var þó um helmingi meira. 

Sjálfstæðisflokkurinn beið álitshnekki í Hruninu og hefur ekki unnið úr því sem skyldi. Þá hefur Flokkurinn rembst við að vera í ríkisstjórn, án þess að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. 

Almennir flokksmenn vita ekki lengur hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í raun. Ýmsir hafa talað um að gjá sé á milli þingflokks og almennra flokksmanna. Vel má svo vera, en það sem meira máli skiptir er að engin trúir  lengur á að ríkisstjórnin hafi einhverjar lausnir eða býst við einhverju af henni.

Grasrót Flokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Heildarskattheimta hefur aukist, ríkisbáknið þennst út. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstarfsmönnum fjölgar sem aldrei fyrr og verulega skortir á að mótuð sé viðunandi stefna varðandi hælisleitendur. Þá hefur Flokkurinn rekið stefnu, sem VG getur verið stolt af í loftslagsmálum og kynrænt sjálfræði. Raforkumál eru í öngþveiti eins og Björn Bjarnason fyrrum ráðherra Flokksins rekur vel í grein í Mbl. í dag. 

Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo lengi farið á svig við mikilvægustu grundvallarstefnumál sín að hann geti ekki náð því aftur að verða trúverðugur boðberi eigin stefnu.

Fólk er vonsvikið vegna aðgerðarleysis flokksins í samstarfi við lítinn sértrúarsöfnuð yst á vinstri kantinum og treystir þessu fólki ekki lengur.

Skyldi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins telja það einnar messu virði að taka þessi mál upp og gefa flokksmönnum kost á að ræða hispurslaust um vandamálin og hvað þurfi að gera. En ef til vill telur Forustan helst til varnar verða sínum sóma, að halda áfram í Partíinu án takmarks eða tilgangs í von um að eitthvað beytist. 

Velji Forustan að halda áfram í Partíinu  verða timburmennirnir bara verri. Óstjórn undir forustu VG mun ekki ráða við neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta fylgi eru bara vinir og vandamenn þeirra sem eru þæi flokknum.
Flokkurinn býr jú að því að vera stór.
Það verður líklega engin eða frekar hæg endurnýjun, sem veldur því að flokkurinn dregst bara meira saman.
Á meðan hann stendur ekki fyrir fólkið.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2023 kl. 20:49

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað staðið fyrir framsali á fullveldi þjóðarinnar til ESB. Þar stendur hvifurinn í kúnni.

Júlíus Valsson, 2.12.2023 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband