Leita í fréttum mbl.is

Við verðum að bregðast við og víkja frá kreddum um skóla án aðgreiningar.

Mörgum hnykkti við þegar niðurstaða nýjustu Pisa könnunarinnar var kynnt og í ljós kom að íslenskir nemendur eru með þeim lökustu af þáttökuþjóðum, þar sem um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskólum.

Það er ekki nýtt, að fólk hrökkvi í kút, þegar niðurstaða Pisakannana er kynnt. Þannig hefur það verið um árabil og nokkur umræða í kjölfarið, sem síðar þagnar og ekkert er gert. 

Þ.3.3.2017 skrifaði Gunnlaugur H. Jónsson eðlisfræðingur frábæra grein í Fréttablaðið, þar sem hann bendir á að íslenskir 15 ára nemendur séu með verstu heildarútkomu allra landa í Vestur Evrópu í lesskilningi, stærðfræði og raungreinum. Þá var niðurstaðan sú, að þriðjungur íslenskra drengja á þessum aldri gátu ekki lesið sér til gagns. Á þeim 6 árum sem liðin eru frá því greinin var skrifuð hefur enn hallað verulega á ógæfuhliðina. 

Ætla hefði mátt, að íslensk stjórnvöld hefðu þann metnað, að taka myndarlega á vandamálum íslenska menntakerfisins þegar ítrekað kom í ljós í Pisa könnunum, að menntun íslenskra nemenda og færni væri mjög slök og gerðar nauðsynlegar breytingar til að skólakerfið sinnti þeim skyldum, sem því er ætlað. 

Því miður hefur sú ekki orðið raunin og ráðherrar menntamála á annan áratug bera mikla ábyrgð fyrir að hafa látið reka á reiðanum og ekkert gert til að koma Íslandi í fremstu röð varðandi þekkingu grunnskólanemenda í grundvallar námsgreinum eins og lestri, skrift og reikningi.

Í ofannefndri grein Gunnlaugs fjallar hann um skóla án aðgreiningar, "þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla" Gunnlaugur bendir á að betri viðmiðun sé: "skóli við hæfi hvers nema, þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði." 

Það vekur nokkra furðu, að yfirvöld skólamála og menntamálaráðherra skuli hafa látið reka gjörsamlega á reiðanum og haldið áfram skólastarfi á grundvelli hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar. 

Við hverju er síðan að búast, þegar hrúgast inn nýbúar með mismunandi málsskilning og kennarinn stendur uppi með bekk þar sem getan er mjög mismunandi og nemar tala jafnvel sjö mismunandi tungumál. Eðlilega fá þeir ekki við neitt ráðið eða geta komið inn mikilli fræðslu. 

Þó síðustu menntamálaráðherrar beri mjög þunga ábyrgð, þá er það ekki viðfangsefnið nú að refsa þeim heldur að sækja fram og setja þjóðlegan metnað og áætlun um að innan 10 ára verði íslenskir grunnskólanemendur í fremstu röð allra í lestri, skrift og reikningi. 

Það er ekki eftir neinu að bíða það verður að gera ráðstafanir strax til að íslenskir nemendur geti innan nokkurra ára skarað fram úr á Pisa könnunum sem og annarsstaðar og byggi þar með undir framtíðar hagsæld og vellíðan í samfélaginu.

Við megum ekki láta þessa umræðu lognast út af. Ásmundur Einar Daðason hefur mikið verk að vinna, sem hann hefði  átt að vera búinn að. En nú getur hann ekki setið lengur með hendur í skauti sér. 

 


mbl.is Óboðlegur árangur grunnskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Við þurfum að yfirgefa kredduna ríkisskóli og ríkismenntun.

Ríkinu kemur ekki við hvort og hvernig foreldrar ala upp eða mennta börn sín.

Guðjón E. Hreinberg, 6.12.2023 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 117
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 3159
  • Frá upphafi: 2511902

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 2938
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband