Leita í fréttum mbl.is

Þegar barnið er dottið ofan í

Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, segir gamall málsháttur. Svo virðist því miður, sem það sé einkenni á íslenskum stjórnvöldum bíða eftir því að barnið detti ofan í áður en gripið er til aðgerða. 

Við búum við orkuskort vegna þvergirðingsháttar Vinstri Grænna, það var fyrirséð fyrir meir en 3 árum, en samt hökti ríkisstjórnin áfram og engin gerði neitt. Barnið datt ofan í. 

Árangur íslenskra nemenda verður verri og verri í Pisa könnunum. Slakur árangur grunnskólanema er tekinn til umræðu og talað um nauðsyn aðgerða þar sem barnið er dottið ofan í, en síðan gerist ekki neitt og það sígur stöðugt á ógæfuhliðina. 

Fyrir rúmum 10 árum var ljóst, að við þyrftum að setja ákveðna löggjöf og segja okkur úr Schengen til að koma í veg fyrir að straumur svonefndra hælisleitenda sækti hingað. Þverskallast var við þeim ábendingum og þvert á móti stóð Hanna Birna Kristjónsdóttir þá dómsmálaráðherra, með dyggri aðstoð Unnar Brá Konráðsdóttur nú aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs og Áslaugar Önnu ráðherra,fyrir að breyta löggjöfinni til að opna allar flóðgáttir. Nú er ófremdarástand, barnið datt ofan í og við höfum ekki döngun í okkur til að grípa til ráðstafana sem duga til að koma í veg fyrir að fleiri börn detti ofan í. 

Óneitanlega velta margir fyrir sér hvað ráðherrar þjóðarinnar eru að hugsa. Af hverju þarf barnið alltaf að detta ofan í brunninn áður en gripið er til aðgerða.

Ráðherrar eru til þess að vera vitrir fyrirfram og grípa til aðgerða í samræmi við það,  en gapa ekki í vonleysi framan í sjónvarpsmyndavélar og segja: "ja það er alltaf gott að vera vitur eftirá." Því miður er sú raunin í íslenskri stjórnsýslu.

og barnið dettur ofan í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Það er með ólíkindum hvað þetta svokallaða "góða fólk" hefur sterk ítök hér með aðstoð RUV og fleirri fjölmiðla. Mér finnst alveg stórfurðulegt af hverju þetta fólk vill skipta um þjóð í landinu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 8.12.2023 kl. 10:47

2 Smámynd: Skúli Jakobsson

Góð grein og margar spurningar komu upp í hugann.

Hvaða lög ná yfir svona vísvitandi skemmdarverk starfsemi?

Ógn við öryggi landsins í orkumála klúðrunum?

Landráð þegar hagsmunir útlendinga eru settir ofar landsmönnum?

Gróf handvömm opinbera starfsmanna sem stjórna námsskrám?

Eða er réttarkerfið samstíga í að halda brunninum galopnum?

Góða helgi.

Skúli Jakobsson, 8.12.2023 kl. 17:54

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Var einhver að sanna að áður Sjálfstæðisflokkurinn er nú Marxíski Ósjálfstæðisflokkurinn?

Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2023 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband