Leita í fréttum mbl.is

Aulaháttur, Gunguskapur og virðingaleysi.

Í gær sýndu flestar vestrænar þjóðir af sér fádæma gunguskap, þegar þau lýstu yfir stuðningi við tillögu múslimsks einræðisríkis, um skilyrðislaust vopnahlé á Gasa, án nokkurra skilyrða á hendur hryðjuverkasamtökum Hamas þó ekki væri nema að frelsa þá gísla sem hryðjuverkasamtökin hafa enn í haldi. 

Bandaríkjamenn stóðu vaktina einir vestrænna þjóða og neituðu að sýna af sér gunguskap og aulahátt eins og Norðurlöndin gerðu og forsætisráðherra Íslands hrósaði sér af. 

Meðan Katrín Jakobsdóttir var upptekin við hópeflisályktun Norðurlanda,  var Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, sendur í hennar stað til að flytja ávarp um mannréttindasamþykkt SÞ, það merka plagg, sem múslimaríkin neituðu að undirrita.

Það var því í anda þeirra mannréttindasnauðu ríkja, að hópur aðdáenda Hamas á Íslandi skyldu telja það sér til sóma að ráðast gegn tjáningarfrelsinu einum af hornsteinum mannréttinda og ráðast að utanríkisráðherra og vega að tjáningarfrelsinu. 

En aulaháttur og gunguskapur íslenskra stjórnvalda ríður ekki við einteiming. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er á það bent, að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ítrekað sent fjárstuðning til stjórnvalda í  Gasa frá því í nóvember áður en hryðjuverka árás Hamas á Ísrael var gerð en líka eftir það, bæði áður en aðgerðir Ísrael hófust og eftir það. Engin skilyrði eru sett fyrir fjárstuðningi íslenskra skattborgara til hryðjuverkasamtaka Hamas.

Í leiðaranum segir einnig að utanríkisráðherra hafi játað að hann hafi enga hugmynd um eða eftirlit með því hvað verður af þessum fjármunum íslenskra skattgreiðenda. 

Þetta er óboðleg umsýsla með hagsmuni skattgreiðenda. Það eru sendir fjármunir ítrekað til hryðjuverkasamtakanna Hamas jafnvel eftir að þau frömdu svívirðilegt hryðjuverk í Ísrael. Þetta gerir þá kröfu, að upplýst verði um allar fjárveitingar utanríkisráðuneytisins og hvenær fjárstuðningur til Hamas samtakanna hófst og með hvaða hætti hann er og hvaða trygging sé fyrir því að peningar íslenskra skattgreiðenda séu ekki notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. 

Helstu forustumenn Sjálfstæðisflokksins formaður, varaformaður flokksins og orkumálaráðherra sem hafa gegnt störfum utanríkisráðherra undanfarin ár þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er að fara vel með skattfé. Hvernig rímar það við stuðning við hryðjuverkasamtök jafnvel eftir að þau fremja svívirðilegt ódæði?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar kristnir (zionistar) réttlæta dráp platgyðinga Ísraels á 16000 mæðrum og börnum, með svona útúrsnúningi, þá er menning okkar endanlega jarðsungin. Þú getur ekki verið bæði kristinn og zíonisti samtímis.

Guðjón E. Hreinberg, 9.12.2023 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er alltaf talað um stríð milli Ísrael og Hamas en ekki á milli Ísrael og Palestínumanna. Af hverju gera Palestínumenn ekki uppreisn gegn Hamas og klára þetta stríð eða eru þeir sammála þessum Hamas glæpasamtökum. 

Sigurður I B Guðmundsson, 9.12.2023 kl. 10:42

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Mjög vel mælt Jón,takk.

Óskar Kristinsson, 10.12.2023 kl. 08:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Voru mannfórnirnar í síðari heimstyrjöld, þar sem hundruðir þúsunda mæðra og barna féllu í loftárásum Bandaamannaá Þýskaland nasismans til þess að jarðsyngja menningu okkar. Fjarri fór því, það var þá óhjákvæmilegur þáttur þess að bjarga siðrænni menningu frá nasismanum. Sama á við um Gasa nema að nú eru það Hamas liðar, sem eru með einn hræðilegri haturs- og ógnarstefnu en nasistarnir nokkru sinni.

Jón Magnússon, 10.12.2023 kl. 10:40

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er vegna þess Sigurður að það er stríð milli Ísrael og Hamas með sama hætti baráttan gegn ÍSIS var stríð við þau hryðjuverkasamtök. Hamas er sem betur fer ekki samasemmerki við Palestínumenn. Hamas liðar hafa t.d. drepið liðsmenn stærstu hreyfingar Palestínumanna, Al Fatah til að vera einráðir á Gasa. Það er réttnefni stríð við Hamas og Ísraelsmenn hafa engan hug á að hertaka svæðið til frambúðar. 

Jón Magnússon, 10.12.2023 kl. 10:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Óskar. 

Jón Magnússon, 10.12.2023 kl. 10:45

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég ætla nú ekki að deila við mér vitrari menn, en takk fyrir að leyfa sjónarmiði mínu að birtast.

Ætla að eyða deginum í að hlusta á rásina "David Starkey talks." Hann minnir mann á hvers vegna við erum að berjast fyrir siðmenningu okkar.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 10.12.2023 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 6997
  • Frá upphafi: 2313726

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 6469
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband