Leita í fréttum mbl.is

Hvenær er nóg komið

Fyrir nokkru stóð ríkisstjórnin fyrir því, að flytja hingað stóran hóp fólks frá Afganistan og færði sýndarrök fyrir þeirri ákvörðun. 

Ríkisstjórnin kynnti síðan vilja til að standa að myndarlegri svokallaðri fjölskyldusameiningu fólks frá Palestínu yfir hundrað manns. Einn hælisleitandinn tjáði sig af því tilefni og vildi fá rúma 30 fjölskyldumeðlimi sína einnig hingað, að því er virðist til viðbótar við þá 100.

Frændur okkar á Norðurlöndum þekkja vel til þessa fyrirbrigðis, þegar einn hlaupastrákur er kominn inn í landið og búinn að fá réttindi og krefst síðan að tugir svokallaðrar fjölskyldu fái líka að koma. 

Ekkert lát er á vitleysunni hjá íslenskum stjórnvöldum í þessu efni og þrír ráðherrar tveir úr Sjálfstæðisflokknum kynntu fjölskyldusameiningarfyrirætlunina miklu í fjölmiðlum. Enn eitt asnasparkið til að þyngja straum hælisleitenda til Íslands.

Hvað svo sem íslensk stjórnvöld gera í friðþægingarskyni við hvað svo sem það nú er, til að þóknast góða fólkinu, þá er aldrei nóg að gert.

Nú hafa nokkrir palestínskir karlmenn sem tjaldað fyrir framan Alþingi til að krefjast þess, að íslenska ríkið kosti flutning "fjölskyldna" þeirra til Íslands, en ekki þeir. Að sjálfsögðu ekki þeir, það væri nú til of mikilis mælst. 

Vonandi fara blessaðir mennirnir sér ekki á voða norpandi í tjöldum fyrir framan Alþingishúsið á þeim tíma, sem enginn er í húsinu þar sem Alþingi er í fríi. Þess utan heyrir málið ekki undir Alþingi. 

Því miður virðist það markviss stefna íslenskra stjórnvalda að hafa enga stjórn á landamærunum og tryggja það að Ísland verði sem allra fyrst hótel fyrir allan heiminn þar sem íslenskir skattgreiðendur borga hóteldvölina. Hvenær skyldi okkur síðan bresta getan. Það á greinilega að halda áfram þangað til.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Mér segir svo hugur að allir þeir sem koma hingað frá Gasa séu sérlega útvaldir af hryðjuverkaelítunni í Hamas. Það fær ekki hver sem er að komast á lúxusspenan á Íslandi.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 28.12.2023 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svarið við fyrirsögn er: Þegar búið er að skipta um þjóð í landinu! 

Sigurður I B Guðmundsson, 29.12.2023 kl. 00:09

3 identicon

Sæll, takk fyrir þetta.

Það er fyrir löngu komið nóg, hver heilvitamaður sér það.

Ėg vil mótmæla því að látið sé stöðugt undan þessum heimtufreku hælisleitendum og því að skattpeningar okkar fari í flug, utanum- og uppihald. Hérlendir vinir þeirra geta bara greitt þetta úr eign vasa.

Kveðja

Kristín

Kristín Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2023 kl. 14:18

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eins og klárlega kemur fram í þessu viðtali
Þá er hvergi á byggðu bóli verið að ná í ættflokka fólks undir formerkjum "fjölskyldusameiningar" líkt og áætlað er að gera á Íslandi

Getum ekki verið með „séríslenska framkvæmd“ (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 29.12.2023 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband