Leita í fréttum mbl.is

Höfum við gengið til góðs

Sagan af blindu mönnunum þremur sem þreifuðu á fíl, einn á rófunni annar á síðunni og sá þriðji á rananum lýstu honum eðlilega með mismunandi hætti. Þannig er það líka með árið sem er að líða. Við höfum margar mismunandi upplifanir hvert og eitt. Við geymum því í safni minninganna það sem okkur þykir markverðast og metum árið út frá því sem bar á daga okkar.

Í opinberri umræðu flíkum við þó lítt hvað við upplifuðum sem einstaklingar það geymum við sjálf með okkur. 

Við gerðum mörg mistök á árinu, en annað gerðum við vel. Mistökin eru til að læra af þeim en ekki til að láta þau beygja okkur og eyðileggja fyrir okkur framtíðina. 

Kristin trú er svo mikilvæg fyrir okkur breyska einstaklinga, sem við erum öll. Trúin kennir okkur að fyrirgefa bæði okkur sjálfum og öðrum. Fullvissa fyrirgefningarinnar er forsenda þess að við bugumst ekki þó okkur verði eitthvað á í lífinu. Öllum verður á og dómharkan er andstæð fyrirgefningunni og hefur iðulega slæmar afleiðingar. 

Árið sem er að líða hefur þegar á heildina er litið verið gott ár. Helstu atvinnuvegir hafa gengið vel og verðmætasköpun er mikil. Við búum samt við þá ógn sem getur hlotist af jarðeldum og því er svo mikilvægt að við stöndum saman og séum jafnan búin undir það sem getur skeð, en vonandi gerist ekki. 

Við áramótin skulum við strengja þess heit, að gera okkar til að árið 2024 verði betra en árið sem er senn liðið. Meira getum við ekki gert. Við verðum síðan að takast á við það sem okkur er fyrirbúið vonandi af sem mestu æðruleysi og heiðarleika, vegna þess að með því sigrum við þá erfiðleika sem fyrir okkur eru lagðir í lífinu. 

Megi árið 2024 verða ykkur gæfuríkt. Ég þakka ykkur sem lesið pistlana mína samfylgdina á liðnu ári og sendi ykkur bestu nýársóskir um farsælt og gott komandi ár. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 767
  • Sl. sólarhring: 1340
  • Sl. viku: 6540
  • Frá upphafi: 2303855

Annað

  • Innlit í dag: 711
  • Innlit sl. viku: 6042
  • Gestir í dag: 690
  • IP-tölur í dag: 671

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband