Leita í fréttum mbl.is

Forseti lýðveldisins verður ekki í kjöri

Kom á óvart, að forseti lýðveldisins skyldi tilkynna það í nýársávarpi, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Spurningin er, hver tekur við. 

Forsetaembættið er að verulegu leyti tildurembætti. Því mætti breyta með því að breyta stjórnskipun landsins þannig, að forseti verði helsti stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar og myndi ríkisstjórn sem sæti nema hún fengi á sig vantraust Alþingis. Færa má rök að því að slík stjórnskipun væri lílegri til að skila meiri árangri en núverandi skipan mála. 

Sennilega er ekki meirihlutavilji fyrir slíkum breytingum m.a. vegna þess að í stjórnmálum hættir fólki til að sjá lítið út fyrir rammann og hugsar um hvað því komi persónulega til góða nr. eitt og þjóðarhag nr. 2. 

Sé ekki vilji til að breyta stjórnskipuninni hvað forseta varðar, þá er spurning hvort við þurfum á embættinu að halda. Hvort aðrir embættismenn gætu ekki tekið við þeim verkþáttum, sem forseta er ætlað að sinna. 

Sennilega er ekki heldur vilji fyrir slíkri nýbreytni núna, þar sem nú fara margir á biðilsbuxurnar við þjóðina og vonast til að þeirra tími sé kominn. 

Hvað sem þessu líður er mikilvægt að góður einstaklingur veljist til starfs forseti lýðveldisins. Það geta komið tímar þar sem skiptir miklu hver á heldur eins og kom í ljós í Hruninu. Þá sat forseti sem hafði langa pólitíska reynslu, sem var nauðsynleg á þeim tíma og nýttist þjóðinni vel. 

Spurning er hvort að einhver stjórnálaleitogi eða fyrrverandi stjórnmálaleiðtogi sé í augsýn, sem gæti hlotið kosningu, en víðtæk stjórnmálareynsla er ekki síður mikilvæg fyrir forseta en gott háskólanám fyrir heilaskurðlækna. 

Nú þarf að leggjast undir feld til að finna þann eina rétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

KJARNI MÁLSINS: 

"Forsetaembættið er að verulegu leyti tildurembætti.

Því mætti breyta með því að breyta stjórnskipun

landsins þannig, að forseti verði helsti

stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar og myndi ríkisstjórn

sem sæti nema hún fengi á sig vantraust Alþingis.

Færa má rök að því að slík stjórnskipun

væri líklegri til að skila meiri árangri

en núverandi skipan mála". 

Dominus Sanctus., 1.1.2024 kl. 14:54

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Gleðilegt nýtt ár Jón.

Ólafur R. sýndi fram á að það skiptir máli hver er forseti. Það er ekki gott að hafa stimplara í þessu embætti.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2024 kl. 15:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður missir af kauða.

Ekki vegna þess að hann sé eitthvað góður forseti.  Heldur vegna þess hve satt og rétt andlit hann er útávið, fyrir h0nd Íslenska ríkisins:

Ljóslega hálf-vangefinn, illa til fara, þegar hann hefur talað í hálfa mínútu laumast að manni efasemdir um að hann sé mennskur.

Fullkominn í þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2024 kl. 18:51

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það þarf ekki að breyta stjórnlögum, heldur að fara eftir þeim. Stjórnarskráin er skýr og allir forsetar "lýðveldisins" hafa brotið hana og eru allir landráðamenn ásamt vitorðs-ráðherrum þeirra.

Guðjón E. Hreinberg, 3.1.2024 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 302
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4123
  • Frá upphafi: 2427923

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 3814
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband