Leita í fréttum mbl.is

Ofurjarðskjálfti pólitískrar heimsku

Dálkahöfundurinn Ambrose Evans Pritschard hjá DT, segir um aðgerðir Evrópusambandsins(ES) í landbúnaði, að á Richter skala þá sé erfitt að finna nokkuð í líkingu við þá pólitísku heimsku, sem reglur ES í landbúnaði feli í sér.

Bændur í Frakklandi mótæla stefnu ES og sama gera bændur í Belgíu og Spænskir bændur eru taldir líklegir til að fylgja í fótspor þeirra. 

Hækkun á gjöldum á díselolíu til bænda var neistinn sem kveikti bálið að þessu sinni. Einn talsmaður franskra bænda sagði að vandamálin hafi verið valin og skipulögð af ES andstætt almennri skynsemi (common sense)og gegn hagsmunum bænda. Öllum varnaðarorðum hafi verið ýtt til hliðar.

Tekjur bænda í Frakklandi hafa dregist mikið saman og fyrirskipanir ES um að draga úr notkun á skordýraeitri um 50% og tilbúnum áburði um 20% og breyta framleiðslunni þannig að 25% séu lífræn í nafni grænna gilda er framtíð, sem að franskir bændur sjá að þeir geta ekki ráðið við. Með þessu regluverki eru völdin tekin frá þjóðríkjum og ráðstjórnin í Brussel tekur öll völd í sínar hendur. 

Ráðstjórnin í Brussel hefur að þessu sinni gengið allt of langt. Bændur í Hollandi buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum og náðu að verða stærsti stjórnmálaflokkur Hollands vegna andstöðu sinnar við fyrirskipanir frá Brussel. Hollenskur landbúnaður er einn sá besti í heimi, en það átti að endurtaka mistökin frá Sri Lanka og banna þeim að nota tilbúin áburð og loka 11.200 bændabýlum (þvingunarráðstöfun)og gera 17.600 bændum til viðbótar að draga úr framleiðslu um þriðjung. Allir sáu að þetta gat aldrei gengið upp - Nema ráðstjórnin í Brussel. Nú tala menn um Nexit í vegna þess hve þeim fjölgar hratt í Hollandi,sem vilja segja sig úr ES.

Í lok greinar sinnar segir Pritschart að best sé að láta kosin þjóðþing og ríkisstjórnir sjá um þessa hluti í stað teknókratana í ES, sem séu einangraðir frá almennri skynsemi og pólitískri ábyrgð, en það sé ekki hægt að víkja þeim frá og það sé mjög erfitt að breyta lagabálkum upp á 180 þúsund blaðsíður. Þessvegna geti stofnunin (ES) haldið áfram rangri stefnu í langan tíma áður en það springur. 

Það er dapurlegt að horfa upp á þessa einræðistilburði ólýðræðislegrar yfirstjórnar ES og þennan skynsemisskort, sem veldur því að Evrópa er stöðugt að dragast aftur úr öðrum. 

Hvaða erindi á Ísland í þennan klúbb ráðstjórnar og einræði, þar sem allt gengur út á að draga úr fullveldi aðildarríkjanna og að sama skapi draga valdið til Brussel á öllum sviðum.

Við þessar aðstæður er dapurlegt að íslenskir stjórnmálamenn telji það helst mega verða til varnar sínum sóma að lögfesta reglur varðandi bókun 35, sem veitir regluverki ES forgang umfram lög samþykkt á Alþingi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það nýjasta sem hefur verið lekiið í FT (Financial Times) er að EU er að undirbúa "innrás" í Ungverjaland. Það er að sjálfsögðu efnahaglegar hernaðaraðgerðir sem eru í undirbúningi vegna óhlýðni Orban og félaga við ákvarðanir miðstjórnarinnar. Ef reynist rétt og aðgerðir hefjast fljótlega á ég erfitt með að sjá hvernig hægt verður að halda sambandinu saman. 

Ef að líkum lætur mun næsta ríkisstjórn íhuga að endurnýja umsókn okkar í EU. Vonandi er það enn pólitiskur ómöguleiki. 

Gísli Ingvarsson, 1.2.2024 kl. 13:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Viðtalið við einn bóndann er stóð að mótmælum þar ytra og sýnt var í fréttum annarrar sjónvarpstöðvanna hér, lýsir kannski vandanum best. Þar sagðist þessi bóndi þurfa að verja stórum hluta dagsins fyrir framan tölvu, vegna sí aukins regluverks frá sambandinu. Að honum sé nauðugt að ráða starfsmann til að sinna búinu.

Þarna liggur vandi evrópskra bænda í hnotskurn.

Það sem er þó öllu verra er að íslenskir bændur stefna hraðbyr sömu leið, vegna upptöku regluverks esb gegnum ees, hér. Þó á íslenskur landbúnaður að vera utan ees samningsins, rétt eins og sjávarútvegur.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 2.2.2024 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4061
  • Frá upphafi: 2426905

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3771
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband