Leita í fréttum mbl.is

Það sem verður að gera

Stöðugt hefur verið krafist vopnahlés í stríðinu á Gasa. Eina vopnahléð sem gert hefur verið fór út um þúfur vegna þess að Hamas virti ekki vopnahléið. Hamas var vel undirbúið átökum við varnarsveitir Ísrael og þessvegna hafa stríðsátök dregist á langinn.

Stríð í þéttbýli leiðir af sér gríðarlegar hörmungar fyrir óbreytta borgara. Brýnasta skylda alþjóðasamfélagsins er þá að ?finna leiðir til að koma óbreyttum borgurum í var. 

Af hverju þrýstir alþjóðasamfélagið ekki á Egypta að opna landamærin strax fyrir börnum, konum og eldri borgurum og síðar fleirum og koma upp tímabundnum flóttamannabúðum Egyptalandsmeginn við landamærin. Af hverju var það ekki gert strax?

Gera verður þá kröfu til Bandaríkjanna,Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Arabaríkjanna, að þegar í stað verði slíkum flóttamannabúðum komið upp til að vernda óbreytta borgara. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér og hitt væri að Palistínumenn gerðu uppreisn gegn Hamasliðum. En eru Palistínumenn ekki meira og minna allir Hamasliðar og líka þeir sem búa á Íslandi.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.2.2024 kl. 10:53

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

IDF -Israels Defense Forces- er á eftir Sinwar aðal skipuleggjara hryðjuverkanna sem áttu sér stað í Ísrael þann 7.október 2023. IDF hefur fundið nokkra íverustaði Sinwar í göngunum undir Gaza svæðinu. Þeir hafa fundið ýmis gögn og ýmislegt sem bendir til þess að Hamas hefur notast við skrifstofur UNRWA á höfuðstöðvum þeirra.

Eitt það merkilegasta sem IDF hefur fundið á íverustöðum Sinwar eru bunkar af seðlum i ýmsum mintum í mjög mikilu magni. Ekki veit ég til þess að þar hafi fundir búnt af íslenskum seðlum, ISK, en ég læt mér ekki koma annað til hugar en að fjáraustur íslenska ríkisins til Gaza hafi endað hjá Hamas samtökunum. Miklir fjármunir hafa farið é gerð gangnanna undir Gaza, vopnakaup og til að fylla sjóði foringjanna. Íbúar á Gaza svæðinu eru búnir að fá nóg af Hamas, þeir kvarta undan því að matvæla sendingar og annar nauðsynlegur varningur fari fyrist og fremst til Hamas leiðtogana og ef eitthvað er afgangs fá óbreyttir borgarar mylsnuna sem eftir verður.

Gaza getur aldrei orðið frjáls meðan hryðjuverkahópar eins og Hamas eru til staðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.2.2024 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 334
  • Sl. sólarhring: 602
  • Sl. viku: 4838
  • Frá upphafi: 2467789

Annað

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 4496
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband