Leita í fréttum mbl.is

Sorgardagur

Fréttirnar um dauða Navalní í fangelsi í Gúlaginu voru hræðilegar. Fáir trúa því að dauði hans stafi af náttúrulegum orsökum. Of mikið hefur gengið á gagnvart þessum manni, sem hafði það eitt til sakar unnið að hafa gefið kost á sér til þáttöku í pólitík sem andstæðingur Pútín. 

Sú afstaða Navalní að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa sem andstæðingur Pútín hefði ekki valdið honum neinum sérstökum vandamálum hefði hann verið í þróuðu lýðræðisríki og alls ekki seint á síðustu öld þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. En nú er kominn ráðamaður, sem ætlar sér ekki að missa völdin hvað svo sem það kostar og þessvegna er engin andstaða liðin. 

Það eru dapurleg örlög fyrri rússnesku þjóðina, að harðsvíruð valdaklíka með Pútín í forsæti skuli brjóta öll lögmál lýðræðisins nema þau að halda kosningar, hvað svo marktæk sem niðurstaða þeirra eru og sýna í verki að þeir muni einskis svífast til að halda völdum. 

Lýðræðissinnar geta ekki og mega ekki sætta sig við ógnarstjórn eins og þá sem Pútín hefur komið upp og verða að bregðast við en á sama tíma að muna það að Pútín er ekki rússneska þjóðin og hans tími og klíku hans mun líða og þeim mun fyrr sem raunveruleg lýðræðisríki taka hugmyndafræðilega forustu um nauðsynleg viðbrögð gegn einræðis og ógnarstjórnum hvar svo sem hún er í heiminum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú er rammvilltur í þessu þessi maður var aldrei annað en peð í valdatafli glóbalistannna við Rússa.

https://youtu.be/g8g4QRTyN9E?si=mkHR4gVO-2lsVdFZ

Guðmundur Jónsson, 17.2.2024 kl. 11:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég veit lítið um hver aðstaðan er í fangelsum í Rússlandi. Tel hana þó ekki endilega heppilega til langlífis. Það er þó greinilegt að Navalny var enginn engill. Hann var rasisti sem sá ekkert athugavert við að stuðningsmenn hans marseruðu undir nasista kveðjum. Hann var heldur ekki í einangrun því hann var í samskiptum við umheiminn. Sendi af sér myndbönd og fréttir. Dálítið eins og PR stunt. Kannski kom það Vesturlöndum betur en Putin að hann skyldi deyja. Engu að síður þá tel ég að hann hafi ekki átt skilið að deyja þarna í fangelsinu.

Hins vegar sýnist mér að önnur málsgreinin í pistli þínum tali beint inn í réttarhöldin í BNA yfir Trump. Tugir manna hafa verið dæmdir þar til margra ára fangelsisvistar fyrir það eitt að ganga um sali þinghússins í DC. Menn deyja líka í fangelsum þar. Ömurlegast er þó dæmið um óbeinar pyntingar á blaðamanninum Julian Assange, sem nú bíður framsals til BNA eftir 12 ára "fangavist" í Bretlandi. Hann upplýsti um stríðsglæpi BNA í Írak. 

Ragnhildur Kolka, 17.2.2024 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 786
  • Sl. sólarhring: 1171
  • Sl. viku: 6246
  • Frá upphafi: 2302493

Annað

  • Innlit í dag: 718
  • Innlit sl. viku: 5818
  • Gestir í dag: 699
  • IP-tölur í dag: 678

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband