Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð stjórnmálamanna

James Madison 4.forseti Bandaríkjanna, einn þeirra sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjana sagði:

„Við höfum enga engla sem stjórna okkur, heldur metnaðargjarnar konur og karla,sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Við verðum að takmarka stærð ríkisins til að hafa eftirlit með því hvernig þau beita valdi sínu. Við þurfum líka lýðræðislegt eftirlit til að kjörnir fulltrúar þurfi að sýna og axla ábyrgð gagnvart fólkinu sem þeir eiga að þjóna."

Því miður höfum við ekkert slíkt eftirlit og þessvegna fara metnaðarfullu karlarnir og konurnar sínu fram.

Var nokkru sinni borið undir kjósendur hvort rétt væri að greiða milljarða til Afganistan og Gaza þar sem í hermdarverkasamtök stjórna í báðum tilvikum. Hafa kjósendur samþykkt að greiða milljarða í loftslagsskatta.

Hafa skattgreiðendur einhverntíma samþykkt að endurgreiða 35% af öllum kostnaði við kvikmyndatökur erlendra og innlendra aðila

Síðast en ekki síst hafa skattgreiðendur samþykkt að greiða 20 milljarða vegna erlends förufólks á forsendum fáránleikans.

Svo er e.t.v.eðlilegt að spyrja hvort að ráðherrar þess flokks sem kenndi sig við frjálst framtak séu á réttri braut þegar fjármálaráðherra krefst ríkisvæðingar hluta Heimaeyjar og Góðmálaráðherrann leggur til að einkaskólar verði ríkisvæddir.

Ríkishyggja Sjálfstæðisflokksins er því miður slík, að vörn skattgreiðenda er nánast engin á Alþingi. Það er því skortur á því lýðræðislega eftirliti með störfum stjórnmálafólks, sem James Madison talar um að sé nauðsynlegt til að vernda borgara landsins og eigur þeirra fyrir metnaðargjörnum stjórnmálamönnum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður erfitt að ganga inn í kjörklefann næst. Ekki vilja menn skila auðu. Ef stjórnmálaflokkar setja ekki skýra stefnu í innflytjendamálum og stemma stigum við fjáraustri í stríðsrekstur, sama hvar það er, verður valið erfitt. Loðin stefna sem hægt er að selja í næstu stjórnarviðræðum á ekki að vera í boði. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2024 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 831
  • Sl. viku: 4545
  • Frá upphafi: 2426415

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4214
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband