Leita í fréttum mbl.is

Líkiđ gengur aftur og aftur

Bankasýsla ríkisins er skondiđ fyrirbćri, en lífdagar hennar voru ákveđnar međ lögum. Ţrátt fyrir dánardćgriđ, hélt líkiđ áfram, enda hagkvćmt fyrir fjármálaráđherra ađ geta skammtađ Lalla frćnda og öđrum handgengnum góđan bitling.

Í kjölfar klúđurs viđ sölu hluta í Íslandsbanka tilkynnti síđan forsćtisráđherra ábúđarmikil, ađ bankasýslan vćri lögđ niđur. 

Nú bregđur svo viđ, ađ bankastjóri Landsbankans, sem er í eigu allra landsmanna telur rétt ađ ţjónusta fyrrum útrásarvíkinga og ţeirra líka međ ţví ađ kaupa tryggingarfélag, sem bankinn hefur ekkert međ ađ gera, til ađ kynda undir nýjan gleđileik í fármálalífinu a la 2007 og fjárfestisins George Zoros.

Fjármálaráđherra var ađ vonum ofbođiđ og lýsti ţví yfir á Podcasti, samskiptamiđlun fína fólksins, ađ hún telji rangt ađ ríkisbankinn kaupi tryggingarfélag og peningunum yrđi betur variđ međ ţví ađ hún geti sólundađ ţeim til ađ stoppa upp í fjárlagagatiđ í stađ sparnađar eđa aukinnar ráđdeildar.  

Bankastjóri banka allra landsmanna svarađi um hćl á fjölmiđlum og sagđi ráđherranum ekki koma ţetta viđ. Landsbankinn vćri ekki ríkisbanki. Bankinn starfađi á einhverju Astral plani,ađ geđţótta bankastjóra og bankaráđs og hún ćtlađi hvađ sem ráđherrann segđi ađ kaupa tryggingarfélag fyrir offjár. 

Gćtnir menn og raunagóđir í fjármálalífi og dyntum bankakerfisins, sáu ađ ţetta gat ekki gengiđ skv. öllum eđlilegum viđmiđunum í fjármálalífinu hefđi Landsbankanum boriđ ađ upplýsa eiganda sinn međ fullnćgjandi hćtti um meiriháttar fjárfestingu eins og ţá ađ kaupa tryggingarfélag, sem kom bankarekstrinum ekkert viđ. Jafnvel hefđi veriđ eđlilegt ađ bankastjórinn pantađi viđtal hjá fjármálaráđherra til ađ upplýsa hana um máliđ og falast eftir hennar skođunum sem eiganda bankans. Hćgt er um vik ţar sem innan viđ 300 metrar eru á milli skrifstofu bankastjórans og fjármálaráđherra. Varla hefđu síđan gullhringirnir dottiđ af fjármálaráđherra eđa bankastjóranum međ ţví ađ biđja ađstođarmenn sína um ađ hringja í gagnađila um leiđ og ţađ lá fyrir ađ einhver meiningarmunur eđa ágreiningur vćri uppi.

 

En ţessi tegund mannlegra samskipta virđast hafa veriđ ţeim ofraun og ţví var rykinu dustađ af Bankasýslunni, líkinu, sem forsćtisráđherra hafđi tilkynnt rúmu ári áđur ađ heyrđi sögunni til.

Eftir ţví sem nćst verđur komist miđlađi líkiđ ekki upplýsingum sem ţví barst og ţurfti nokkurn ađ undra ţađ. Lík eđa uppvakningar eru almennt ekki notuđ til bođmiđlunar í nútíma ţjóđfélagi, sem fetađ hefur sig inn á gervigreind ţegar ţeirri mannlegu sleppir.

Ţannig liggur ţá máliđ fyrir ađ spurningin er um hver sagđi hvađ viđ hvern hvenćr eđa hver sagđi ekki hvađ viđ einhvern aldrei. Í ţessu gruggi syndir síđan fyrrum Bankadrottningin Kristrún Frostadóttir formađur Samfylkingarinnar sem fékk 100 milljónir í međgjöf frá Kviku banka og hefur eđlilega skođun á ţessu og ţá ađeins formlega um hver hefđi átt ađ segja hvađ viđ hvern hvenćr en ekki efnislega hvort ţjóđbankinn eigi ađ kaupa tryggingarfélag eđa ekki og henni fer eins og var međ Ketil skrćk frćnda hennar, sem sagđi forđum: "Sáuđ ţiđ hvernig ég tók hann"  ţegar Skugga Sveinn hafđi lagt andstćđinga ţeirra ađ velli.

Bankastjóri vill kaupa. Eigandinn vill ekki kaupa og foringi stjórnarandstöđunnar vill beita umrćđustjórnmálum um ţađ sem ekki skiptir máli lengur. 

Ekki verđur séđ ađ feđraveldiđ hafi haft nokkra ađkomu ađ málinu og ţessvegna er ţađ e.t.v. í ţessum farvegi. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband