Leita í fréttum mbl.is

Að gefa annarra manna fé.

Afabróðir formanns Sjálfstæðisflokksins, Pétur Benediktsson, bankastjóri, sendiherra og alþingismaður, gaf út kver sem hét "Milliliðir allra milliliða.".

Í kverinu kom fram skörp gagnrýni á niðurgreiðslur ríkisins á neysluvörum og á það bent, að með því væru peningar fólks teknir með sköttum og endurgreiddir með niðurgreiðslum. Sjálfstæðismenn þess tíma börðust hatrammlega gegn þessari stefnu fáránleikans.

Í kverinu var mynd af ræfilslegum glorsoltnum hundi, sem kom að veisluborði akfeits manns og renndi til hans biðjandi augum og dillaði rófunni. Feiti maðurinn tók upp hníf, skar af rófunni og stakk upp í hundinn, sem labbaði alsæll í burtu. Þessi mynd sýndi vel fáránleika niðurgreiðslna og millifærslna ríkisins.

Náðst hefur þjóðarsátt á vinnumarkaði, þar sem aðilar sömdu um að ríkið tæki upp víðtækara kerfi millifærslna og ríkisafskipta. Ríkisstjórn samþykkti hátt í hundrað milljarða auknar niður- og millifærslur. 

Þeir sem greiða skatta á Íslandi eru launafólk og atvinnurekendur. Með einum eða öðrum hætti munu því aðilar vinnumarkaðarins greiða framlag ríkisins og því á myndin í kveri Péturs Bendiktssonar um svanga hundinn einstaklega vel við um nýgerða kjarasamninga.

Víðtæk þjóðarsátt allra flokka og aðila vinnumarkaðarins ríkir um að leið aukinna ríkisafskipta og aukinnar skattheimtu skuli farin og trónum við nú samt á toppi OECD ríkja hvað það varðar.

Þrátt fyrir að skuldastaða ríkisins sé komin á hættulegt stig, skal halda áfram stefnu fyrrverandi fjármálaráðherra, sem góð þjóðarsátt virðist ríkja um, að:

"tryggja góð lífskjör með hallarekstri ríkissjóðs." 

 

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég get fallist á að skattarnir mínir fari í verkefni sem koma almenningi (meirihluta íslendinga) til góða
EN þessi ríkisstjórn hefur fjölgað gæluverkefnum fjármögnuðum úr ríkiskassanum út fyrir allan þjófabálk og Sjálfstæðisflokkurinn mun því gjalda afhroð í næstu kosningum
Nema finnist leiðtogi sem er trúr stefnu Sjálfstæðisflokksins um minni ríkisafskipti og því lægri skatta
Því vilji fólk styðja einhvert málefni þá á það að nota sína peninga en ekki almannafé

Grímur Kjartansson, 28.3.2024 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband