Leita í fréttum mbl.is

Kristur krossfestur

Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.

 

Milljónir kristins fólks minnist pínu og krossfestingar Jesú. En útrýming kristins fólks þar sem vagga kristninnar stóð í árdaga og krossfesting einstaklinga og trúarbragðanna á þeim slóðum virðist gleymd. Engir verða fyrir meiri ofsóknum í heiminum en kristið fólk sérstaklega í Afríku og Asíu.  

Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í löndum Asíu eða Afríku sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð, nauðgað og myrt. Ekki eru farnar kröfugöngur í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna til að krefjast aðgerða fyrir kristið fólk í nauð og raunverulegri útrýmingarhættu. 

Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki ekki. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross. Vestrænir fjölmiðlar minnast varla á stöðu kristins fólks í nauðum. Fréttastofa RÚV birtir nánast aldrei fréttir af ofsóknum á hendur kristnum t.d. í Nígeríu, Íran eða Pakistan svo fátt eitt sé nefnt.

Gleymda stríðið er stríð múslima við kristið fólk í Mið-Austurlöndum og víða í Afríku og Asíu. Vinstri sinnaða fjölmiðlafólkið kemur ekki auga á að hægt sé að kenna feðraveldinu eða nýldenduharðstjórn Vesturlanda um hörmungar kristins fólks og hefur því engan áhuga á málinu og er af óskiljanlegum ástæðum í algjöru þagnarbindindi gagnvart ógnum Íslam, morðum og hryðjuverkum um gjörvalla heimsbyggðina. 

Á þessum degi skulum við minnast pínu og krossfestingar Jesú og á sama tíma ofsókna og morða á kristnu fólki og krefjast þess að kristin kirkja og ríkisstjórnir Vesturlanda gæti að sínum minnstu bræðrum sem reynt er að útrýma um allan hinn Íslamska heim.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp.

Þess vegna skulum við, meðan tími er til, gera öllum gott og einkum trúsystkinum okkar. (Gal.6:9-10).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.3.2024 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband