10.4.2024 | 22:35
Elítan sem er að eyðileggja lýðræðið
Ritstjóri breska stórblaðsins Sunday Telegraph, Allister Heath er ofboðið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Sviss, þar sem dómstóllinn tekur sér vald sem lýðræðislegum fulltrúum hefur hingað til verið ætlað að hafa og segir þá vera að drepa lýðræðið. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða og ég hef því þýtt en einnig staðfært grein hans sem er svohljóðandi:
"Lýðræðið er að deyja og tíminn til að bjarga því er að renna út. Þjófnaður valdsins frá almennum borgurum og yfirfærsla þess til lögfræðinga og tæknifólks sem ber enga ábyrgð er stöðugt að aukast. Bakslagið verður gríðarlegt þegar það kemur en á meðan mun vinstri valdaelítan nota öll tækifæri til að réttlæta aukna valdatöku og efla ríki sitt.
Nýjasta dæmið er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (ME), sem valdefldi sjálfan sig og vék lýðræðinu til hliðar með þeim hætti að það væri sprenghlægilegt ef það væri ekki eins alvarlegt og það er.
Niðurstaðan dómsins var sú að þau lönd, sem draga ekki úr losun koltvísýrings nógu hratt brjóti gegn mannréttindum borgara sinna á og rétti þeirra til einkalífs og fjölskyldulífs. Dómurinn var gegn Svisslandi, en gefur fordæmi gagnvart öllum ríkjum sem hafa samþykkt mannréttindayfirlýsingu Evrópu þ.á.m. Íslandi.
Svissland, sem hefur sennilega lýðræðislegustu stjórnarskrá í heimi, hafði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum ýmsum reglum um kolefnishlutleysi. Á sama tíma er vaxandi andstaða kolefnishlutleysis víða í Evrópu þ.á.m. í Englandi, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Lagalegar forsendur dómsins eru fráleitar. Ef hækkandi hitastig brýtur gegn rétti okkar til einkalífs og fjölskyldulífs hvað gerir það þá ekki? Hvar endar þessi valdataka mannréttindadómstólsins?
Með því að snúa þjóðfélagsmálum upp í spurningar um mannréttindi sem ekki er hægt að deila um, þá er lýðræðið tekið úr sambandi og við getum ekki lengur deilt um eða verið ósammála eða greitt atkvæði með öðrum lausnum. Heldur verðum við ofurseld vinstri sinnuðum lögfræðingum.
Hvað um biðtíma eftir aðgerðum á sjúkrahúsum eru það ekki enn þá frekar brot á mannréttindum. Verður ekki ME að fyrirskipa ríkisstjórninni að eyða meiru í heilbrigðismál. Hvernig á fólk að geta notið mannréttinda sárkvalið. Hvað um skort á húsnæði og stöðuga verðhækkun á húsnæði og aukinn fjármagnskostnað? Við mundum líka vera sæl ef þjóðarframleiðsla mundi vaxa, laun mundu hækka, betri umönnun hvað þá epla- og súkkulaðikökur. Hvar endar svona rugl og brjálæði.
Ísland þarf að segja sig frá ME áður en það verður of seint. Ég eyddi mörgum klukkutímum til að fara í gegn um dóminn í máli, Verein KlimaSeniorinnen Schweiz and Others v Switzerland, og sá að það var erfitt að finna nokkuð sem hægt var að skilgreina sem lögfræðilega röksemdafærslu.
Dómur ME byggir einfaldlega á því að 8.gr. mannréttindasáttmála Evrópu eigi nú við um rétt einstaklingsins til öflugrar verndar ríkisvaldsins gegn alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga á líf þeirra, heilsu, velferð og lífskjör. Höfundar mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu þetta aldrei í huga eða nokkuð þessu líkt og dreymdi örugglega aldrei um að yfirlýsing þeirra yrði teygð og toguð og misnotuð á þennan hátt.
Dómarar ME koma fram eins og mannréttindayfirlýsingin sé lifandi skjal sem megi túlka með hvaða hætti sem þeim finnst réttlætanlegt og sanngjarnt. Svipað eins og Hæstiréttur Íslands tæki sér það vald að geta túlkað hvaða lagasetningu sem kemur frá Alþingi eins og dómurum réttarins finnst skv. eigin pólitísku skoðunum það rétta, óháð því hvað kjörnir fulltrúar höfðu um málið að segja.
Með því hefur vinstri woke lögfræðin tekið réttlætið og lýðræðið úr sambandi og tekið sér það vald að stjórna umfram kjörna fulltrúa og í raun gegn meirihlutavilja borgaranna.
Í dómi ME kemur eftirfarandi fram: Democracy cannot be reduced to the will of the majority of the electorate and elected representatives, in disregard of the requirements of the rule of law (Það er ekki hægt að draga úr lýðræðinu þannig að það lúti vilja meirihluta kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra og virði að vettugi skilyrði lagareglna). Skilgreining ME er þá einfaldlega sú að fólkið hafi engan rétt heldur dómstóllinn, sem einn sé fær um að skilgreina hvaða reglur gildi óháð því að hvaða niðurstöðu kjörnir fulltrúar komast að.
Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi séu ólögleg t.d. vegna þess að þau fari í bága við stjórnarskrá, en lengra hefur vald dómstóla ekki náð. Nú virðist ME ætla að taka sér það vald að geta vikið hvaða lagasetningu sem Alþingi samþykkir á bug þar sem þeir einvaldsdómararnir vita best og miklu betur en skríllinn sem kýs fulltrúa sína á Alþingi. Er ekki niðurstaða ME í raun sú að breyta viðmiðun þannig að í stað lagareglna þá komi lögfræðingareglur af því að fólki er ekki nógu gáfað til að taka ákvarðanir, sem séu góðar og rökréttar.
Lýðræðið verður þá skiptimynt, sem tekur bara til lítilfjörlegra hluta en dómarar sjá um að taka afstöðu til þess sem máli skiptir.
Lýðræði getur þróast þannig að meirihlutinn kúgi minnihlutann. En það er ekki það sem ME hefur áhyggjur af. Þeirra mál er að ná nánast öllum lýðræðislegum völdum af kjörnum fulltrúum og jafnvel ákveða það óframkvæmanlega.
Hver gætir varðanna? Hver stjórnar Íslandi? Það verður að taka völdin af þessari ólýðræðislegu,vitifirrtu valdaklíku."
Hér líkur grein Allister Heath:
Ísland á þegar í stað að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess að hún er andlýðræðisleg stofnun þar sem dómarar dæma eftir pólitískum viðmiðunum en ekki lögunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 276
- Sl. sólarhring: 366
- Sl. viku: 4492
- Frá upphafi: 2450190
Annað
- Innlit í dag: 250
- Innlit sl. viku: 4179
- Gestir í dag: 241
- IP-tölur í dag: 238
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þetta er svo hárrétt hjá þér Jón.
Það er statt og stöðugt verið að grafa undan lýðræðinu
og það mun bara enda með skelfingu.
Hinsvegar er það staðreynd að HÍ hefur túlkað mörgum sinnum lög
eins og þeim hentar í það og það skiptið með þeim afleiðingum
að við erum meðal þeirra fjölmennustu umsækjendum til MDE og
með flest mál unnin gagnvart ríki og bæ.
Segir ansi mikið um réttarkerfið hjá okkur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.4.2024 kl. 10:05
Blessunarlega erum við ekki bundin af dómum MDE. Það eru ESB löndin og Bretland. Íslenskar úrskurðarnefndir um útlendingamál og velferðarmál hafa gert nákvæmlega það sama og MDE (sbr. hælisleitendur frá Venesúela og hælisleitendur sem eru öryrkjar). Tekið sér lagasetningar og fjárveitingarvald.
EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 11.4.2024 kl. 14:51
Íbúar í Sviss fá að segja það oftar en fjögurra ára fresti (í vali á milli einsleitra framboða) hvað þeim finnst í raun og veru. Það er óþolandi og þarf að stöðva. Lýðræði snýst ekki um val fólksins og er miklu frekar orðið tæki til að þagga niður í fólki.
Geir Ágústsson, 11.4.2024 kl. 21:02
Það eru til margar útgáfur af elítum
sem að eru ekki undir sama hattinum.
Það eru til innlendar og erlendar elítur.
Það er eflaust hægt að finna margar elítur hér á landi
sem að eru í sitthvoru liðinu,
og þess vegna ekki réttlátt að setja þær allar undir sama hattinn.
Dominus Sanctus., 12.4.2024 kl. 09:23
Þegar stofnanir fara að vinna fyrir sig sjálfar í staðinn fyrir almenning er ekki aðeins spurning um þróun skrifstofubáknsins heldur líka um hvaða menntun starfsfólk stofnana hefur hlotið.
Myndbandið sem fylgir getur kannski skýrt af hverju þróunin er sú sem hún er.
Woke: A Culture War Against Europe | James Lindsay at the European Parliament - YouTube
Thorsteinn Páll Leifsson (IP-tala skráð) 12.4.2024 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.