Leita í fréttum mbl.is

Hin ómálefnalegu

Forsætisráðherra segir helstu markmið ríkisstjórnarinnar, að draga úr verðbólgu, gera átak til að auka framleiðslu vistvænnar orku og setja ákveðnari reglur um hælisleitendur.

Ekki hefur orðið vart við málefnaleg andmæli gegn þessum meginmálum sem ríkisstjórnins ætlar að beita sér fyrir. Ekki hafa heldur komið fram málefnaleg andmæli við þeim aðferðum sem ríkisstjórnin ætlar að beita til að ná þessum markmiðum. 

Raunar er það með ólíkindum, að stjórnarandstaðan skuli ekki hafa neitt við aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar að athuga, þó full ástæða sé til í mörgum greinum, en telur skemmtilegra að efna til samkvæmisleiks um sérstök mótmæli við forsætisráðherra með undirskriftarsöfnun á netinu. 

Undirskriftarsöfnunin á island.is er með því aumkunarverðasta sem sést hefur í pólitík. Af sjálfu leiðir í lýðræðislandi að fólk er misánægt með einstaklinga í stjórnmálum og fjarri fer því að pólitískir andstæðingar á hverjum tíma telji forsætisráðherra andstæðinganna vera sinn forsætisráðherra þó hann sé það nú samt. Ég tel t.d. upp á að meirihluti kjósenda greiði öðru forsetaefni atkvæði sitt í komandi kosningum en þeim sem kosinn verður. Eigum við þá að fara í barnaleik á island.is um að þetta sé ekki okkar forseti?

Það er dapurlegt að horfa upp á það hvað vinstri sinnaða stjórnarandstaðan er heillum horfin og málefnasnauð, að standa í persónulegu skítkasti gagnvart forsætisráðhera í stað þess að finna málefnalegan grundvöll fyrir gagnrýni á ríkisstjórn.

En margt er sér til gamans gert og svo leika börn sem fyrir þeim er haft.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón og aðrir hérna,

Þetta er og hefur verið allt svo ofboðslega glæsilegt, að það má bara ALLS EKKI tala um öll þessi mál, eins og t.d. þá Vafnings-málið, Glitnisbanka-málið, Íbúðarlánasjóðs-málið, Íslamsbanka-málið, leyndar- og Lindarhvolfsmálið, nú g svo 450 milljarðar spillingarmálin svona líka beint til útvalina fyrirtækja. Nú þessir líka útvöldu (eða „hæfir fjárfestar“) í Sjálfsæðisflokknum munið eftir því, að láta okkur (alla þjóðina) vita eða svo við getum keypt og selt aftur hlut í Íslandsbanka til að græða svona líka, eða eins og þið komust upp með að gera.Munið að það er ekki  bara öll vinstri sinnaða stjórnarandstaðan  sem er ósátt og óánægð, heldur einnig fleiri og í öðrum flokkum.
KV.      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.4.2024 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 115
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 4298
  • Frá upphafi: 2296088

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 3937
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband