Leita í fréttum mbl.is

Lofum vitleysuna

Fyrir 500 árum skrifaði heimspekingurinn Erasmus frá Rotterdam bókina "In praise of Folly." (Til dýrðar dellunni) til vinar síns dómarans og stjórnmálamannsins Thomas More.

Í bókinni persónugerir Erasmus dellumakerí samtímans í kvenpersónunni Folly og gerir nístandi grín að því. 

Vinstri sinnaðir stúdentar félagar í Röskvu við Háskóla Íslands settu eitt tonn af ís fyrir framan Háskólatorg 11.apríl s.l. til að leggja áherslu á að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum vegna hlýnunar af mannavöldum. 

Hvaða þýðingu ætti það svo að hafa fyrir heimsbyggðina að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum?  Svarið er einfalt ekki neina. 

Fólki erlendis finnst óendanlega hlægilegt að fólk á Íslandi krefjist aðgerða til að draga úr hnattrænni hlýnun, sem að Svandís Svavarsdóttir ráðherra fann út á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, að væri að verulegu leyti vegna kynbundinna vandamála í samtímanum fyrr og síðar. 

Enn er vetur í bæ og veturinn sem fer bráðum að kveðja er með þeim köldustu á Íslandi frá því að mælingar hófust fyrir meira en öld síðan. Ungu vinstri sinnuðu háskólaspekingarnir í Röskvu gera því vel að rækta vitleysuna í sjálfum sér, en varla mun það leiða til þess að þetta menntafólk sé líklegt til stórræða eða nokkurs annas sem máli skiptir nema það skipti um kúrs og horfi á staðreyndir máls í stað þess að lofa vitleysuna og sé tilbúið að taka baráttuna fyrir staðreyndum lífsins í stað þess að fylgja í blindni dellumakeríi samtímans.

 


mbl.is Mótmæltu aðgerðaleysi með tonni af klaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvad hefur folk laert i haskola, sem sturtar is a torg og krefst thess ad lyst se yfir neydarastandi i loftslagsmalum. traudla mikid og vandsed ad ur raetist ur thessu. Mennt er mattur, var eitt sinn sagt. I dag virdist thad fjarlaegt hugtak.

 Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2024 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 278
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2450192

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 4181
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband