Leita í fréttum mbl.is

Milljón

Meira en milljón fóstureyðingar voru framkvæmdar í Bandaríkjunum á síðasta ári, 10% fleiri en árið 2020, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að fá fóstureyðingu. Í framhaldinu fór vinstri pressan hamförum um að verið væri að taka mannréttindi af konum í Bandaríkjunum. Ofangreindar tölur sýna heldur betur að allt það hjal var rugl, bull og vitleysa.

Milljón fóstureyðingar á ári, getur það virkilega verið? Er þetta ekki merki um óstjórn og upplausn í því samfélagi?

En hvað má þá segja um íslenskt samfélag?  Hér eru framkvæmdar um 1000 fóstureyðingar á ári eða hlutfallslega sambærilegur fjöldi fóstureyðinga miðað við fólksfjölda og í Bandaríkjunum. 

Hvað svo sem líður afstöðu fólks til fóstureyðinga þá eru þetta geigvænlegar tölur og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að gera það fýsilegri kost fyrir mæður að eiga börn sín í stað þess að fara í fóstureyðingu.

Af sjálfu leiðir, að það er ekkert gamanmál fyrir konur, sem sjá ekki aðra leið en að binda enda á þungun sína.  Oftast eiga konur í mikilli baráttu og erfiðleikum vegna þeirrar ákvörðunar.

Sumir stjórnmálamenn hafa þó gengið um þessar viðkvæmu dyr á vægast sagt grútskítugum skónum eins og Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra, sem virðist ekki skynja hvað hér er um mikið alvöru mál á ferðinni og orðaði það sem valkost að þungunarrof eða fóstureyðing ætti að vera tækt úrræði allt fram að fæðingu barns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband