Leita í fréttum mbl.is

Inngilding og skautun

Einræðisríki George Orwell, "1984" kom á pólitísku nýmáli til auðvelda alræðisstjórnina, allir töluðu með sama hætti og aðeins þeir útvöldu vissu  hvað um væri að ræða. 

Í gær var Kastljósþáttur um "skautun" í samfélaginu. Þó orðið sé gamalt þá er það nú notað sem hluti af pólitísku nýmáli þýðing á enska orðinu "polarisation" Á nýliðnu flokksþingi Framsóknar var á formanni þess flokks að skilja að mikilvægast væri að koma í veg fyrir skautun í samfélaginu.

Bíðum aðeins við. Þýðir skautun þá að fólk hafi mismunandi skoðanir. Er mikilvægt að koma í veg fyrir það? Þeir Einar Olgeirsson kommúnisti og Ólafur Thors Sjálfstæðismaður höfðu gjörólíkar skoðanir og það var því algjör skautun á milli þeirra. Var það alvont? Þurfa allir að tala með sama hætti og ganga í takt? 

Annað orð pólitíska nýmálsins í hælisleitendamálu er nýyrðið "inngilding", þýðing á á orðinu "inclusion" "án aðgreiningar.".

Hingað til hefur orðið "aðlögun" verið notað varðandi nýbúa, en það má ekki lengur. Inngilda á útlendinga sem setjast að í íslensku samfélagi. Það á ekki að aðlaga þau íslenskum aðstæðum, menningu og tungu. Nei inngilding skal það vera hvað svo sem það þýðir í raun. þau. 

Annars var athyglisvert í Kastljósþættinum, að Eiríkur Bergmann fjallaði um hælisleitendamál í Danmörku á námsárum sínum og síðar og sagði að Pia Kærsgaard hefði komið fram með ákveðna stefnu sem hefði verið tekin upp af Venstre flokknum. Eiríkur gætti þess eins og sjáaldurs augna sinna að minnast ekkert á það, að nú eru það  danskir sosialdemokratar, systurflokkur Samfylkingarinnar, sem vil taka harðast á málum varðandi hælisleitendur og gera það sama og enskir að meðhöndla mál þeirra í Rúanda. 

Hvers vegna minntist prófessorinn og fræðimaðurinn Eiríkur Bergmann ekki á stefnu samflokkssystkina sinna í Danmörku? Varla var það gleymska eða heiðarleg fræðimennska. En þjónaði e.t.v. þeim tilgangi að halda Samfylkingunni utan við vandamál skautunar og inngildingar, þar sem hið pólitíska nýmál stjórnmálaelítunnar fjallar um allt annað en kjarna málsins, sem að sjálfsögðu má ekki ræða því að í því máli gengur þjóðin og pólitíska valdaelítan ekki í takt heldur er þar gjá á milli þings og þjóðar eins og var með Icesave forðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... sem er aftur Þráttunarhyggja (Dialectics) eða Þráttunarræða, sem ég nefni Raungunarræðu í mínu máli - að snúa merkingu tungumáls og menningar á hvolf, frumeinda (Atomize) samræður í samfélaginu, á meðan Marxistar yfirtaka allt kerfið.

... og viti menn, fullmenntaðir Íslendingar þekkja ekki þessi hugtök eða verkfræði, þrátt fyrir notkun hennar með ófyrirleitnum fjöldamorðum og menningarmorðum um allan heim í meir en öld, ásamt fjalli af rekjanlegum vitnisburði.

Guðjón E. Hreinberg, 24.4.2024 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 274
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 4490
  • Frá upphafi: 2450188

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 4178
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband