Leita í fréttum mbl.is

Blair hættir.

Tony Blair tókst að færa stirðnaðan sósíalistaflokk að markaðshyggjuhugmyndum eftir að hann varð formaður Verkamannaflokksins enska.  Á sama tíma var Íhaldsflokkurinn orðinn þreyttur ríkishyggjuflokkur. Blair vann sigur og var forsætisráðherra í 10 ár.

Þann tíma sem Blair hefur verið forsætisráðherra hefur verið uppgangur í ensku efnahagslífi og Blair hefur verið lipur stjórnmálamaður. Stóru mistökin í stjórnmálalífi Blair var að ana út í ólögmæta innrás í Írak með vini sínum George W. Bush jr. Eftir það átti Blair erfitt uppdráttar.  Bretar hafa verið í erfiðleikum með sjálfa sig og Evrópusambandið. Þess vegna hafa þeir aldrei verið ráðandi afl í Evrópusambandinu. Talið var að Blair væri því hlynntur að taka upp Evru en aðrir voru á móti og af því varð ekki. Blair ætlaði sér greinilega stóra hluti innan Evrópusambandsins og það hefði að ýmsu leyti orðið til góðs hefði honum tekist að koma ýmsu af því fram sem hann barðist fyrir eins og t.d. að draga úr styrkjum til landbúnaðar.

Gordon Brown sem nú tekur við að Blair er járnkarl og ég tók eftir því í fyrstu kosningabaráttunni sem þeir háðu saman Blair og Brown sem forustumenn í Verkamannaflokknum að það var mikið spunnið í Brown og hugmyndarfræðilega var hann ákveðnari og öruggari en Blair. Brown er hins vegar lengra til vinstri og nú verður fróðlegt að sjá hvort hann lætur vinstri villu heltaka sig og stýrir með því í áratuga stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Blair er stríðsglæpamaður og fjöldamorðingi sem ber að taka úr umferð strax.

Baldur Fjölnisson, 29.6.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband