Leita í fréttum mbl.is

Var útrásin stöðvuð vegna skammsýni?

Ég las það í morgun í viðskiptablaði Jyllands Posten að Eimskip sé í útrás á Eystrasalti. Eftir að hafa verið á ferðalagi og haft takmarkaðar fréttir í tæpa viku þá var það ánægjulegt að sjá þessa sem eina af fyrstu fréttunum.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá vinna tæp 10.000 manns hjá Eimskip þar af um 1.000 á Íslandi. Ég velti því fyrri mér þegar ég las þessa frétt um árangur Eimskipafélagsins hvort að útrás Hafskip á sínum tíma hafi verið stöðvuð vegna skammsýni og þess að bankastarfsemin var þá í höndum ríkisins. Þessu til viðbótar fóru stjórnmálamenn þess tíma mikinn og höfðu uppi ýmis brigslyrði gagnvart einstaklingum sem þeim voru til skammar. Getur það verið að pólitísk hjaðningavíg, ríkisvæðing bankanna og skammsýni þáverandi ráðamanna hafi orðið til þess að tefja útrás íslenskra fyrirtækja í 2 áratugi og þar með koma í veg fyrir bætt lifskjör í landinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband