Leita í fréttum mbl.is

Sjúklingar eiga rétt á lyfjum á lágmarksverði strax.

Heilbrigðisráðherra er vænn maður og vill láta gott af sér leiða. En þá þarf hann að hrista af sér aðferðarfræði stjórnmálamanns í stjórnlyndum valdaþreyttum stjórnmálaflokki. Sem slíkur hefur hann náð að skilgreina að lyf eru á hærra verði á Íslandi en annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Í anda sömu aðferðarfræði er leitað til Evrópusambandsins og málið sett í nefnd þar sem ráðherra biður um að staða Íslands verði sérstaklega skoðuð. Allt gott og blessað en við erum hér að tala um ferli sem tekur ekki mánuði heldur nokkur ár.

Nú liggur fyrir að það er hægt að lækka lyfjaverð til sjúklinga strax með því að heimila póstverslun með ákveðnum skilyrðum með lyf. Slík starfsemi var byrjuð en  hún var stöðvuð með vísan til ákveðinna lagaheimilda. Heilbrigðisráðherra ber að leggja til breytingar á lögum til að tryggja það strax frá og með haustinu verði póstverslun með lyf heimil. Þá geta sjúklingar fengið lyf allt að þrisvar sinnum ódýrari en þeir eru að fá þau nú.

Það ber að hafa í huga að sjúklingur á ekki val. Hann er ekki venjulegur neytandi sem velur eða hafnar. Sjúklingurinn verður að kaupa ákveðið lyf. Valmöguleikar hans eru því skertir. Þegar honum er líka meinað að kaupa lyf á lágmarksverði og þarf að sæta endalausu okri þá er of langt gengið og stjórnvöld eru ekki að gæta lágmarksskyldu sinnar við veikasta þjóðfélagshópinn. Heibrigðisráðherra þú þarft að lagfæra þetta mál strax og þú hefur vald til að gera það. Vafalaust getur þú fengið víðtækan stuðning í þinginu við að rétta hag sjúklinga strax. Ekki skal standa á mér að styðja þig til allra góðra verka. 

 Það er ekkert annað að gera en bretta upp ermar og koma þessum málum í viðunandi horf strax. Lyfjaverð hrynur ekki af himnum ofan það er ákveðið af lyfjafyrirtækjunum. Hátt lyfjaverð á Íslandi er vegna þess að samkeppnin virkar ekki. Þá verður hið opinbera að bregðast við og gæta hagsmuna borgaranna.


mbl.is Heilbrigðisráðherra fundaði um lyfjamál með framkvæmdastjórum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er greinilegt á fréttinni að ráðherrann hefur haft í nógu að snúast. Aftur á móti er ekki víst að hann hafi haft erindi sem erfiði.  Eins og þú segir þá tekur þetta ferli örugglega mörg ár. Það er algjörlega óþolandi þessi sjálftökuréttur á lyfjaverði sem viðgengs hér. Því verður að linna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jón, ég er alveg sammála. Raunin er sú að stjórnvöld gætu hafa gert mun meira en verið hefur í þessum málum sjúklingum til hagsbóta, fyrir löngu síðan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2007 kl. 00:26

3 identicon

Einmitt!

þú ert alltaf fremstur meðal jafningja. 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eins og mér er fjandalega við alla pólitík Sjálfstæðisflokksins þá hef ég þrátt fyrir, haft þá trú að Guðlaugur Þór yrði farsæll í þessu ráðuneyti. Ef hann bregst mér þar er það enn ein sönnun þess að sjálfstæðismenn mega ekki koma nærri velferðarmálum fólks. 

Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 01:03

5 identicon

Þú ert í betri aðstöðu til að minna á þetta en ég í byrjun október en ég styð þig í þessu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:03

6 identicon

Ha ha, "himnum ofan" segir þingmaðurinn sem veit væntanlega að hámarksverð lyfja er ákveðið af yfirvöldum.

Gíslina (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband