Leita í fréttum mbl.is

Eru það okkar hagsmunir að vera í Schengen?

Það eru milljónir manna týndir á Schengen svæðinu. Schengen samstarfið færir okkur takmörkuð þægindi eða gæði en galopnar landið fyrir tæplega 500 milljón manns. Þeir íbúar Schengen svæðisins sem hingað vilja koma geta það án nokkura takmarkana eða eftirlits og verið hér í ákveðinn tíma án þess að íslensk yfirvöld hafi nokkuð með það að gera.

Það er merkilegt að menn skuli reka í rogastans yfir því að hér sé mikið af fólki við störf án þess að það sé nokkurs staðar skráð. Síðustu 12 mánuði hafa verið skráðir 15.000 þúsund manns inn í landið löglega til starfa eða 1.250 manns á mánuði. Það lætur því nærri að um það bil ein Akureyri hafi komið til landsins frá útlöndum á einu ári. Spurning er þá hvað eru margir óskráðir? Hvað koma margir í gegn um Schengen samstarfið og eru hér án þess að íslensk yfirvöld viti nokkuð um það.  Er það annars nokkuð skrýtið miðað við þetta að víða í verslunum eða þjónustufyrirtækjum t.d. Pissastöðum sé samskiptamálið frekar enska en íslenska.

Í dag var greint frá því að Frakkar ein fjölmennasta þjóð Evrópu hefði ákveðið að takmarka enn innflytjendastrauminn til landsins með ákveðnum aðgerðum. Hvað ætlum við að bíða lengi með að gera nauðsynlegar ráðstafanir.

Dómsmálaráðherra getur brosað út í bæði um leið og hann skálar í kampavíni við starfsfélaga sína til að fagna því að tugir milljóna manna til viðbótar hafa nú fengið frjálsan aðgang að Íslandi. 


mbl.is Shengensvæðið stækkar til austurs á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég var alltaf mjög mótfallinn Schengen samstarfinu.Þetta frjálsa aðgengi Schengen ríkjanna (500 mil.manna.)að okkar fámenna ríki, hlaut að hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn og við værum engan vegin í stakk búin að hafa raunhæft eftirlit með  þessu fólki.Sú hefur orðið raunin,þúsundir manna vinna hér í algjöru heimildarleysi og býr í ósamþykktu húsnæði.Vegabréfaeftirlitið með komu - og brottfararfarþegum til landsins varð að engu um leið og vegabréfaskylda við Schengen var lögð niður.Ég þekki þessi mál af eigin reynslu og get fullvissað þjóðina,að Schengen samstarfið eru ein stærstu mistök okkar í utanríkismálum.Auk þess varð að  gera umfangsmiklar breytingar á  flugstöðinni fyrir fleiri miljarða vegna þessa samstarfs.Halldór Ásgrímsson,þáverandi utanríkisráðhr.var aðaltalsmaður þessarar breytingar með tilstyrk Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðhr.Næsta stórvirki þessara manna var síðan aðkoma okkar að Írakstríðuinu.

Kristján Pétursson, 18.9.2007 kl. 23:00

2 identicon

Það er kannski kominn tími til að fara að ryfja upp ræðurnar hans Hjörleifs? Kannski Hjörleifur hafi haft rétt fyrir sér eins og kannski svo oft áður???

Sigurður (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er hjartanlega sammála þér Jón í þessu. Shengen er rugl fyrir okkur
sem eyþjóð, enda standa Bretlandseyjar og Írland utan þess.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 11:47

4 identicon

Já þetta er komið út í öfgar, nú á að opna Schengen fyrir Balkanskagamönnum, þeir þurftu vegabréf áður en nú er þetta galopið fyrir þeim líka. Menn eru smátt og smátt að færa sig upp á skaftið og upp er komin rússnesk réttrúnaðarkirkja og mikil ásókn í önnur guðshús. Menn vilja að pólska sé kennd í barnaskólum og straumurinn eykst bara ef eitthvað er. Er ekki kominn tími á alvöru umræðu um þessi mál áður en Ísland verður bara einhver nýlenda bráðum, kveðja Jón gauti.

jón gauti (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég held að þjóðin sé orðin eins og Framsóknarflokkurinn opinn í"alla" enda.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.9.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Innri stærð þeirra svarabræðra H/D bauð ekki upp á að standa á sjálfstæði þessara þjóðar í neinu efni alþjóðasamskipta. Þeir höfðu báðir auðmýktina að leiðarljósi þegar fulltrúar eflendra ríkja ávörpuðu þá á "útlensku." Þeir hneigðu sig í auðmýkt og sungu dúettinn:- Mín upphefð kemur að utan.  

Árni Gunnarsson, 19.9.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband