Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Kjördæmafélag stofnað. Þjóðin á auðlindirnar.

Við Frjálslynd í Reykjavíkurkjördæmi suður stofnuðum kjördæmafélag í kjördæminu í kvöld. Um 50 manns sóttu fundinn. Þóra Guðmundsdóttir var kjörin formaður og með henni einvalalið í stjórn. Nú er komin nauðsynleg félagsleg umgjörð utan um flokksstarfið hér í Reykjavík.

Góðar skemmtilegar og fróðlegar umræður voru á fundinum eftir góða ræðu formanns flokksins. Það var áberandi að flokksmenn gjalda mikinn varhug við fyirrhuguðum áformum meirihlutans í Reykjavík í orkumálum. Við Frjálslynd munum ekki horfa á það aðgerðarlaus að auðlindum þjóðarinnar einni af annarri sé ráðstafað til fárra útvaldra.

Það er kominn tími til að snúa við og taka til baka það sem þjóðin á með réttu og láta fólkið fá tekjur af auðlindum sínum í stað þess að láta fáa útvalda hirða nýtinguna og arðinn af auðlindunum. Reynslan af kvótakerfinu í fiskveiðum sýnir að kvótagreifarnir kunna ekki að fara með þá auðlind sem þeir hafa allt of lengi fengið að nýta og kaupa og selja þó að ekki sé um varanlegan eignarétt að ræða.

Það er nóg komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingju og Þóru óska ég til hamingju og nýkjörinni stjórn.

Enginn fagnar því meira en sú er þetta ritar að sjá starf flokksins eflast innan frá.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Okkur frjálslyndum hefur verið legið á hálsi um að vera "kvennmannslausir í kulda og trekk".  Vissulega mættu þær vera fleiri en, ég er virkilega stoltur yfir kononum okkar. Þóra er í góðum félagsskap með Guðrúnu Maríu. Þið eru flottar og frábærar!!

Sigurður Þórðarson, 5.10.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband