Leita í fréttum mbl.is

Nýr foringi hjá Vinstri grænum?

Svandís Svavarsdóttir hefur staðið sig með eindæmum vel í umræðunni um Reykjavík Energy Invest og klúður Villa borgarstjóra í málinu. Þrátt fyrir að hún sé ekki markaðshyggjukona þá hefur hún haldið vel á málinu og bent á spillinguna og ruglið sem meiri hluti Sjálfstæðisflokksins ber ábyrgð á. Málflutningur hennar hefur verið skýr og markviss og laus við þær öfgar sem of oft einkennir málflutning Vinstri grænna.

Það er slæmt  að Frjálslyndi flokkurinn skuli ekki eiga  fulltrúa í borgarstjórninni sem gæti  tekið á auðlindamálunum og gjafastefnu meirihlutans út frá þeirri grundvallarstefnu sem flokkurinn er grundvallaður á af svipuðum krafti og Svandís Svavarsdóttir gerir. Í sjálfu sér væri það auðveldara fyrir talsmann Frjálslynda flokksins ef hann ætti sæti í borgarstjórn að mæla gegn spillingunni út frá markaðslegum forsendum.

Borgarstjórnarmeirihlutinn ákvað að aðeins fáir útvaldir skyldu komast að málinu en útilokaði almenning á veitusvæði Orkuveitunnar. Það eru ófyrirgefanlegt. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem segist vera flokkur frjáls framtaks og einstaklingsfrelsis að afsaka það að einungis fáir stórir útvaldir fái að kaupa í væntanlegum stórgróðafyrirtækjum sem verða byggð upp á þeim þekkingargrunni og mannauði sem hefur verið byggður upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarna áratugi fyrir tilstuðlan framsýnna borgarstjóra og notenda Orkuveitunnar og áður Hitaveitu Reykjavíkur.

Mér finnst miður að jafn mætur maður og Vilhjálmur borgarstjóri skuli hafa sýnt af sér þetta pólitíska dómgreindarleysi og ég vona hans vegna að hann nái áttum og sjái að það er óásættanlegt að við á þessu ágæta Suðvesturhorni landins þess vegna allir landsmenn fáum ekk að sitja við sama borð við sölu hlutafjár í fyrirtækinu sem á að vera útrásarfyrirtæki fólksins í landinu. Almenningshlutafélag margra smárra fjárfesta en ekki þeirra fáu stóru.

Hver á auðlindindina? Fólkið sem byggði þetta upp eða hákarlarnir sem sjá með sama hætti og margir aðrir þá hagnaðarvon sem um er að ræða vegna þróunar sem við notendur orkunnar höfum kostað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þetta Jón.

Já það er einmitt,  semsagt búið að skipta kökunni í pókerspili fyrirfram og almenningur má eta það sem úti frýs.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er sami pókerinn og var spilaður um Búnaðarbanka auðinn.  Ryki var kastað í augu almennings með því að leyfa honum að kaupa fyrir smáaura. Mr. Ingólfsson fyrrverandi varaformaður framsóknar er milljarðamæringur eftir að hafa leikið "gjafarann" í því spili.  Nú verða einhverjir ríkir í samskonar geymi.  Það er nú aldeilis ekki ónýtt að geta úthlutað sér og sínu aðgang að auðæfum, hvort heldur er úr samfélagslegri eign eða einkaeign.  Jón Ásgeir var ákærður fyrir að lána sjálfu sér smáaura.  Ekki hefur heyrst af ákærum á hendur fyrrum bangastjóra Glitnis sem nú stendur uppi auðugur maður eftir sama leik. Þ.e. að úthluta sjálfum sér ótakmarkaðan aðgang að annarra manna fé.  Þessi fyrrum bankastjóri tekur einmitt þessa dagana þátt í pókernum um eigur okkar borgarbúa.  Kannski verða einhverjir ættingjar og einkavinir einhverra milljarðamæringar, einsog bankastjórinn fyrrverandi og Mr. Ingólfsson.  Hvernig er það?  Hér koma annaðslagið útlendingar og gefa einkunnir fyrir litla spillingu á Íslandi.  Eru þeir með bundið fyrir lokuð augun í þessum heimsóknum sínum?

Auðun Gíslason, 5.10.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Rannveig H

Alveg er ég samála Auðun.Og Svanhildur er að standa sig vel,og gott að geta þess sem vel er gert.Mikið á ég bágt með að sætta mig við að FF skuli ekki eiga fulltrúa í borgastjórn,og að Margrét geti setið þar út á atkvæði FF.

Rannveig H, 5.10.2007 kl. 10:17

4 identicon

Heyr, heyr

Ég á heimtingu á því að fjárfesta í þessu fyrirtæki eins og aðrir, ef ég hef áhuga á því

Fluga (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:59

5 identicon

Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur sent eftirfarandi bréf til umboðsmanns Alþingis:

--------------------------

Umboðsmaður Alþingis,
Hr. Tryggvi Gunnarsson,
Álftamýri 7
108 Reykjavík


Alþingi, 29. sept. 2005

Spurning um fulltrúalýðræðið á Íslandi

Á þingfundi á síðasta starfsdegi Alþingis sl. vor, tilkynnti Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður að hann hefði sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokk.

Með vistaskiptum þingmannsins jókst meirihluti ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarliðar urðu 35 en stjórnarandstæðingar 28. Þetta þýðir að fjóra stjórnarþingmenn þarf til að fella þingmál ríkisstjórnarinnar, en áður þurfti þrjá.
Þess má þó geta að varamaður þingmannsins, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, er í Frjálslynda flokknum og engar breytingar verða á stöðu hennar. Þurfi hann fjarvistarleyfi á þingi, kemur hún inn í hans stað og þar með eykst hlutur stjórnarandstöðunnar að nýju.

Þingmaðurinn var efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Fyrst hann vildi yfirgefa það sæti hefði undirrituð álitið að næsta manni á þeim lista bæri að taka við og ef sá vildi ekki taka við sætinu bæri að leita til næsta manns á sama lista o.s.frv.

Þingmaðurinn tilkynnti formanni flokksins, Guðjóni A. Kristjánssyni, að hann hygðist ekki styðja flokk Frjálslyndra og sagði sig þar með úr flokknum.

Það er mat undirritaðrar að það væri þá í hendi formannsins að ráðstafa sæti þingmannsins til þess manns sem næstur er á listanum. Annað væri svik við kjósendur listans. Þingmaðurinn ákvað að segja af sér þingmennsku á vegum Frjálslynda flokksins en sætið er áfram sæti Frjálslyndra.

Ég undirrituð, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, vil hér með óska eftir rökstuddu áliti Umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnari Örlygssyni hafi verið heimilt að fara eins og hann gerði með það umboð sem kjósendur Frjálslynda flokksins veittu honum í síðustu alþingiskosningum. Gæti kjörinn þingmaður t.d. skipt um flokk um leið og hann hefur móttekið kjörbréf sitt? Sé það heimilt, er þá opin leið fyrir tækifærissinna að fara í framboð fyrir einn flokk, ákveðnir í að skipta um flokk strax að loknum kosningum? Er sú leið opin og lögmæt að mati háttvirts umboðsmanns?

Virðingarfyllst,

Margrét Sverrisdóttir
framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins
(sign.)

http://old.xf.vefurinn.is/index.php?meira=1246

Umbi (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:14

6 Smámynd: Andrés.si

Og það gerist í landi þar sem ráðamen monta sig um minnsta spilling í heiminum.   Það á að fara aðeins dýpra í orð spilling, þar sem hér á landi er það orð og hugsun þess sem spilling, rétt eins og við allir þekkjum það orð.  Á ensku er það afere. Sem sagt. Hér er stundað afere í miklu mæli nema hvað þjóðin er minnst spill í heiminum.

Einhverjir geta alveg sagt þessu Andres.si útlendingur getur alveg farið heim. Já rétt. En sami útlendingur kemur ekki frá non afere  landi og hann gagnrýnir þar sömuleydis ef þörf krefur.. Það land gaf honum amk menntun, tengsl hér og þar, æsku og hlutabréf með sölu af ríkiseign. Orku mál er mál borgar búa hér á landi en vatn er íslensk auðlind því á það að vera skipt milli íslendinga tel þessi útlendingur Andrés.si.

Andrés.si, 6.10.2007 kl. 02:10

7 Smámynd: Andrés.si

Poker sem poker.  Við kaupum bara í orku fyrirtæki hér. Hef reyndar þegar gert það.  

 http://finance.google.com/finance?q=NYSE:YGE

Green energy lofar okkur ekki  200% í 4 mánuðum. Kínverjar hafa sannað það.  Meira en það. 200% í 5 dögum er en betra en karlar hér ætla að bjóða okkur eftir tvö ár.

http://finance.google.com/finance?q=AMEX:RCH

Andrés.si, 6.10.2007 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2415
  • Frá upphafi: 2298388

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2249
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband