Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Þriggja klukkustunda fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er lokið með þeirri niðurstöðu að öll dýrin þar á bæ hafa ákveðið að vera vinir og selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavík Energy Invest.

Það hljóta að vakna margar spurningar upp vaðandi sölu Orkuveitu Reykjavíkur á Reykjavík Energy Invest. Í fyrsta lagi er þetta rétti tíminn til að selja? Í öðru lagi þá er óafgreidd spillingarmálin sem tengjast málinu varðandi mismunandi aðkomu borgaranna að málinu fyrir tilstilli borgarstjórnarmeirihlutans. Í þriðja lagi þá er spurning hvort sala á hlut Orkuveitunnar í fyrirtækinu ruglar ekki endanlega meirihlutaeign í Hitaveitu Suðurnesja. Í fjórða lagi þá hefur ekki verið úr því skorið hvort rétt var að samrunaferlinu staðið. Í fimmta lagi þá hefur ekki verið skýrt út af hverju og hvers vegna upphaflega var boðið upp á kaupréttarsamningana sem sumum borgarstarfsmönnum og sérvöldum vinum var boðið upp á. Í sjötta lagi þá er spurning hvort að aðkoma Orkuveitunnar styrkti ekki einhliða Reykjavík Energy Interest sem þeir einir njóta sem eftir verða í fyrirtækinu.

Afstaða borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í þessu máli sýnir að borgarstjórnarflokkurinn er sammála um að ekki hafi verið rétt staðið að málum. Það að afgreiða málið með þeim hætti að halda áfram að standa rangt að málum er ekki heppilegasta niðurstaðan.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því miður, Jón, þá ætla borgarfulltrúar íhaldsins að éta allt oní sig, trúlega að skipun formannsins. Ég vona bara að þeir haldi sig innan dyra næstu daga svo þeir þurfi ekki að sýna sig meðal kjósenda sinna næstu daga. Fólk er verulega reitt vegna þessarar undanlátssemi og greiða við "einkavinina".

Einnig má spyrja hvers vegna Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran eru ekki reiknir fyrir að stuðla að því að OR sé stolið úr almenningseigu? Þeir hafa unnið að þessu leynt og ljóst með geðþekkum gróðapungum eins og Bjarna Ármannssyni.

Haukur Nikulásson, 8.10.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Haukur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.10.2007 kl. 01:04

3 identicon

Að mörgu leyti leitt að sjá hvernig Vilhjálmur Þórmundur hefur farið út úr þessu máli. Spurningin hvort hann hafi haldið að hann væri Davíð? Vilfreð sambandið var betra en þetta samband -Villingi-. Spurningin er hvor er í slæmum félgasskap.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bingi er óbeint og táknrænt undan Dóra sem er einn alversti eiginhagsmunaseggur sem sögur fara af í ísl. pólitík sem aftur tengist áreiðanlega mikilli aðdáun íhaldsforkólfa á borð við Dabba og Villa á þessum jólasveinum. Það laðast jú yfirleitt saman sem deilir gildum, viðhorfum og hugmyndafræði sem kunnugt er. Þannig er það bara. Það er hægt að rifja upp hjartnæmar ástarjátningar þessa liðs hvers til annars. Þannig að það þýðir ekkert að koma af fjöllum. Þetta er alveg kirfilega samvalið. Afleiðingarnar verða síðan eftir því fyrirsjáanlegar.

Baldur Fjölnisson, 9.10.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 347
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 4394
  • Frá upphafi: 2427238

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 4074
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband