Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk spilling?

Ákveðið aðhald er að opinberri stjórnsýslu af hálfu Ríkisendurskoðunar. Árlega gerir Ríkisendurskoðandi athugasemdir vegna framkvæmda fjárlaga og stjórnsýslu einstakra ráðuneyta og embætta. Þetta er nauðsynlegt aðhald og það má ekki vera minna að mínu viti ætti að auka aðhaldið með því að koma upp eftirlitsnefnd með útdeilingu fjármuna hins opinbera og hvort þar hlutlæg málefnaleg sjónarmið hafi ráðið. Kastljós fjölmiðla er iðulega á handhöfum ríkisvaldsins og Alþingi, meir en á öðrum stjórnvöldum.

Sveitarstjórnir búa ekki við sama aðhald og ríkisstjórn og Alþingi. Af þeim sökum virðist ýmislegt hafa farið úrskeiðis og nauðsynlegt er að skoða með hvaða hætti hægt verður að koma við eðlilegu eftirliti almennings um fjárreiður sveitarstjórna.  Í borgarstjórn Reykjavíkur virðast hlutirnir vera farnir alvarlega úr skorðum. Nauðsynlegt er í því sambandi að upplýsa hver laun borgarstjórnarmanna eru með nefndarlaunum.  Einhvern veginn virðist mér sem undaleg græðgisvæðing hafi þróast meðal borgarfulltrúa við sjálftöku greiðslna með Björn Inga Hrafnsson í fararbroddi.

Á sínum tíma þótti athugavert þegar stjórnmálamenn þáðu boð Flugleiða til Skotlands og talað var um pólitsíka spillingu. Í DV í dag er upplýst að Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir og einhverjir fleiri hafi farið í júmbóþotu Eimskipafélagsins til Kína á kostnað fyrirtækja borgarinnar og Eimskips. Æskilegt væri að fá frekari upplýsingar um þessa ferð. Hvort hér var um eðlilegt stjórnsýsluverkefni borgarfulltrúanna að ræða eða tildurferð á kostnað Eimskips og e.t.v. almennings?

Aðstöðumunur stjórnmálamanna og auðmanna í landinu er orðin svo mikill að það er áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að siðvæða íslensk stjórnmál en upphaf þess er að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur ræði þessi mál opinskátt og fletti ofan af spillingu í opinberri stjórnsýslu hvar sem hana er að finna. Það væri gott að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins mundi nú gangast fyrir vandaðri stjórnsýsluúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur og stofnun og ákvörðunum í sambandi við Reykjavík Energy Invest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Jón.

Hið mjög svo ágæta erindi þitt sem þú fluttir á Útvarpi Sögu þar sem þú komst inn á málefni OR, Margréti Sverrisdóttur varaformann Íslandshreyfingarinnar og efnahagsmál er nú komið í heild sinni á vef Frjálslynda flokksins. Það má lesa með því að smella hér.

Magnús Þór Hafsteinsson, 8.10.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er athyglivert að skoða í samhengi við spillingu á hvað mið útrásin beinist hjá sameinuðu fyrirtæki REI og GGE.  Nú  ætla þeir að taka þátt í einkavæðingu á stærsta jarðvarmaorkufyrirtæki heims á Filippseyjum.  Þar er málum svo háttað, að hvert viðvik hvort heldur er hjá opinberum eða einkaaðilum kostar peninga í mútufé.  Þar þykir líka sjálfsagt að láta ráða keppinanauta sína af dögum hvort heldur er í viðskiptum eða stjórnmálum (mótframbjóðendur).  Filippseyjungur sagði mér nýkominn til landsins, að hann væri undrandi að enginn var myrtur hér í kosningabaráttu sem þá stóð yfir til þingkosninga.  Það er undarlegt að ætla sér að fara taka þátt í svona bisniss í landi sem þekkt er fyrir víðtæka spillingu og glæpastarfsemi á öllum sviðum.  Heimurinn stóð á öndinni á sínum tíma yfir spillingu Marcosar og frú, en þau virðast nú bara hafa verið ósköp venjuleg og hafa hegðað sér samkvæmt landsvenju.  En máltækið segir, að líkir leiki best, þannig að sjálfsagt gengur hinu sameinaða fyrirtæki bara vel á Filippseyjum.  Jón Ásgeir var á sínum tíma ákærður fyrir sjálftökulán í hlutafélagi, en reyndar sýknaður af því.  Það hefur ekkert heyrst af athugasemdum um sjálftökulánum forstjóra viðskiptabankanna Glitnis og Kaupþings.  Þeir virðas geta vaðið í fé bankanna uppað öklum án þess að nokkur geri athugasemd þar um.  En varðar það ekki við hlutafélagalög að forstjórar veiti sjálfum sér lán úr sjóðum þeirra fyrirtækja sem þeir stjórna?  Eitthvað var Jón H.B að tuða um það á sinum tíma, en kannski eru ekki allir jafnir fyrir lögum? 

Auðun Gíslason, 8.10.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2236
  • Frá upphafi: 2296173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2068
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband