Leita í fréttum mbl.is

Á ađ hengja bakara fyrir smiđi?

Í Staksteinum Morgunblađsins í dag kemur fram ađ sá fulltrúi flokkseigendafélags Sjálfstćđisflokksins sem ţar skrifar er búinn ađ finna sökudólginn í stóra REI/Orkuveituhneykslsimálinu. Sá heitir Guđmundur Ţóroddsson forstjóri REI og áđur um árabil forstjóri Orkuveitunnar. Sök hans er sú ađ hann hafi ekki upplýst borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins um gang mála af nćgjanlegri kurteisi. Niđurstađa Staksteinahöfundar er síđan sú ađ embćttismenn eins og Guđmundur séu valdir ađ glundrođa og stjórnmálamönnum međ bein í nefinu beri ađ stöđva slíkt stjórnleysi.

Spurning er hins vegar hvort Guđmundur Ţóroddsson var nokkurn tímann stjórnlaus? Hefur eitthvađ komiđ fram sem bendir til ţess ađ hann hafi ekki í einu og öllu fylgt ţeim fyrirmćlum sem honum voru gefin af stjórn fyrirtćkjanna sem hann starfađi hjá. Ekkert hefur komiđ fram í ţessu hneykslismáli sem bendir til ţess ađ Guđmundur Ţóroddsson hafi ekki rćkt starfsskyldur sínar af kostgćfni í samrćmi viđ ákvarđanir stjórnmálamanna.

Í ljósi ţessa eru ummćli Staksteinahöfundar međ ólíkindum og bera ţess merki ađ reynt sé ađ koma ábyrgđ á orkuhneykslinu á embćttismenn í stađ ţess ađ láta ţá stjórnmálamenn sem tóku ákvarđanir og máliđ heyrir undir bera ţá ábyrgđ sem ţeim ber.

Ljóst er ađ ákvarđanir um stofnun REI og starfsemi duttu ekki af himnum ofan. Ţar er um nokkuđ langt ferli ađ rćđa ţar sem stjórnmálamennirnir sem ađ málinu stóđu mótuđu stefnuna og embćttismennirnir framkvćmdu ţađ sem stjórnmálamennirnir lögđu fyrir ţá. Ţađ er međ ólíkindum ađ halda ţví fram ađ stjórnmálamennirnir hafi ekki komiđ ađ málum varđandi fyrirtćkiđ ţegar vélađ var um kaupréttarsamninga fyrir hundruđir milljóna og hverjir fengju ađ kaupa. Slíkt er međ ţvílíkum ólíkindum ađ útilokađ er ađ leggja trúnađ á slíkar draugasögur.

Áđur en bakarar eins og Guđmundur og ţess vegna Hjörleifur Kvaran verđa hengdir fyrir smiđina Vilhjálm Ţórmund, Guđlaug Ţór og Björn Inga er nauđsynlegt ađ fá öll spil á borđiđ. Upplýsa almenning um ţađ hvađ raunverulega skeđi og hvenćr. Fram hefur komiđ ađ helstu gerendum orkuhneykslisins ber ekki saman.

Eftir ţví sem ég best fć séđ ţá var um ákveđna pólitíska stefnumörkun ađ rćđa sem borgarstjóri hafđi ekki samţykki fyrir í sínum flokki og ţegar almenningur í borginni reis gegn ţessu ţá reyndu menn ađ finna útgönguleiđir međ öllum ráđum. Er ţađ ekki mergurinn málsins.

Einhvern veginn minnir ţessi umrćđa mig á ţá stöđu sem einu sinni kom upp í Sjálfstćđisflokknum ţegar flokkurinn tapađi stórt í kosningum og sett var á laggirnar rannsóknarnefnd og ţađ eina sem gert var í framhaldinu var ađ sendillinn var rekinn. Mér virđast Orkugreifar Sjálfstćđisflokksins vera á góđri leiđ međ ađ hanna svipađa atburđarás.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ađ sjálfsögđu bera pólitískir fulltrúar einir ábyrgđ á atburđarásinni. Vilhjálmur situr sjálfur í stjórn Orkuveitunnar og fulltrúi hans situr í REI.

En ég spyr, hvađ er Vilhjálmur ađ gera á stjórnarfundum Orkuveitunnar? Situr hann gónandi út í loftiđ og skođar enga pappíra? Eđa er sameining REI og GGE bara smá mál sem ekki ţarf ađ kynna sér?

Ljónsmakkinn (IP-tala skráđ) 10.10.2007 kl. 11:17

2 identicon

Spuninn er samt slappur. Ég er ekki viss ađ hann sé saminn af VŢV. Hann fćr handrit í hendurnar og tekur ţátt í ţessu. Verst ađ hann virđist verđa tvísaga á blađamannafundi. Vinkonur mínar Ritt Bjerrgaard og Mona Salin fengu reisupokann. En ţćr risu upp aftur.

Líka sendillinn í Bolholtinu. Góđur fótboltamađur, KFUM drengur og valsari..ekki satt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 10.10.2007 kl. 11:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 32
  • Sl. sólarhring: 676
  • Sl. viku: 4498
  • Frá upphafi: 2558421

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4216
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband