Leita í fréttum mbl.is

Dag skal að kveldi lofa

Ástæða er til að óska nýum borgarstjóra til hamingju. Dagur Eggertsson er góður drengur og laginn stjórnmálamaður að því er ég best þekki. Reykvíkinga vegna þá vona ég að honum gangi vel sem borgarstjóra. Ekki veitir honum af að nota alla góða eðliskosti sem hann býr yfir til að halda saman sundurlyndishjörðinni sem hann hefur leitt til valda með sér í Reykjavík.

Það er tvímælalaust styrkur fyrir Dag að hafa alist upp í góðu tæru fjallalofti í Árbænum og slitið barnsfótboltaskónum með Fylki.

En Dag skal að kvöldi lofa. Er það ekki svoleiðis?

 Þá er bara spurningin hvenær og hversu fljótt kvöldið kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sennilega ekki. Þessi Dagur sá um að draga út lóðir og númerin lentu á sömu röðinni og það var einn á móti átta milljónum að sú röð gæti komið upp eða sextán sinnum verri líkur en í íslenska lottóinu. Þetta kallast spilling.

Baldur Fjölnisson, 12.10.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í morgun tók ég eftir því að enginn sjálfstæðismaður bauð góðan dag. Menn buðu góðan minnihluta.

Árni Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Dagarnir eru nú farnir að styttast.

Þóra Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Án efa er Dagur góður drengur. Gæti hins vegar trúað því að það sé gott fyrir hann að vera í æfingu þegar  hugsanlega þarf að sóla allan völlinn, svo ekki sé minnst á það að senda boltann fram frá marki að miðju.

Epikets sagði forðum daga að markið væri ekki reist til að skyttan missti þess og sökum þess væri ekkert í heimi illt í sjálfu sér. Án efa ágætis viðhorf nú um stundir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2007 kl. 02:36

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælir sambloggarar, sammála þér Jón skil ekki hvernig Svandís Svavarsdóttir heldur trúverðugleika sínum  eftir allt það sem á undan er gengið, stóru orðin.

kkv.

Ásgerður Jóna

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.10.2007 kl. 17:27

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Óttalega finnst mér þetta ansaleg grein hjá þér Jón. Skrifaðirðu þetta sjálfur ? :) :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2007 kl. 17:59

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Kolbrún er þessi athugasemd þín eitthvert spaug?

Sigurjón Þórðarson, 14.10.2007 kl. 16:13

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég bið hlutaðeigandi, sem skrifað hefur í athugasemdadálkinn, að taka til sín eftirfarandi orð: 

"Mörg eru dags augu"

Sigurður Þórðarson, 14.10.2007 kl. 21:51

9 identicon

Villa gekk ílla með sína sundurlyndishjörð Nonni minn. En við sendum honum góðar kveðjur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:09

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Dagljóst að ekki eru allir með sama skopskyn. :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 502
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 5016
  • Frá upphafi: 2426886

Annað

  • Innlit í dag: 465
  • Innlit sl. viku: 4653
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 421

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband