Leita í fréttum mbl.is

Hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur engar starfsskyldur?

Eftir ađ hafa lesiđ viđtal viđ fráfarandi borgarstjóra ţar sem fram kemur ađ hvorki hann né margir ađrir stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur hafi kynnt sér grundvallargögn og samninga til langs tíma. Af ţví tilefni spyr ég hverjar eru starfsskyldur stjórnarmanna í Orkuveitu Reykjavíkur. Ber ţeim ekki ađ kynna sér öll ţau gögn sem skipta máli fyrir starfsemi fyrirtćkisins. Skiptir samningur sem bindur fyrirtćkiđ ađ verulegu leyti til 20 ára ekki máli?

Hvađ međ skyldur lykilstarfsmanna fyrirtćkisins. Ber ţeim ekki skylda til ađ upplýsa kjörna stjórnarmenn Orkuveitunnar um helstu atriđi í starfsemi fyrirtćkisins og framtíđaráformum.

Hvađ fá stjórnaramenn í Orkuveitu Reykjavíkur greitt fyrir setu sína í stjórn fyrirtćkisins?

Eftir ţví sem séđ verđur ţá hafa allir stjórnarmenn fyrirtćkisins brugđist hrapalega. Sé ţađ sem fram kemur hjá fráfarandi borgarstjóra rétt varđandi 20 ára framsal mikilvćgrar ţjónustu Orkuveitunnar til REI ţá hljóta spurningar ađ vakna um ţađ hvort samningurinn sé ekki ógildur eđa ógildanlegur. Ţađ reynir á nýja meirihlutann ađ taka til hendinni hvađ ţađ varđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Ţetta er nú orđiđ ţađ mikiđ sukk og svínarí ađ ég held ađ ţađ ćtti ađ reka alla toppana ţarna. Ţeir eru greinilega ađ ganga erinda stóru hákarlanna, sem eru nú á fullu ađ reyna ađ eignast orkulindirnar.  Set allt mitt traust á ađ Svandísi í ţessu. Kratarnir virđast vera bćđi hráir og sođnir í ţessu eins og oft vill verđa á ţeim bć.

Ţórir Kjartansson, 14.10.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Guđrún Ţóra Hjaltadóttir

Já ţetta er ferlegt sukk og svínarí, og auđvitađ eiga ţeir allir ađ víkja. Ţetta er örugglega ekki einsdćmi í íslenskri pólitík. Ţađ er skítur út um allt..

Svona vinnubrögđ eiga ekki ađ viđgangast í opinberum fyrirtćkjum og ţađ verđur ađ taka mun harđar á ţessu en gert er. Ţađ ţyrftu ađ vera fleirri heiđarlegir menn en Ţórólfur sem átti jafnvel minnstan ţátt í olíumálunum.

Guđrún Ţóra Hjaltadóttir, 14.10.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Stjórnmálamenn, Alţingismenn hverju sinni fjalla um ţau mál sem ţeir halda ađ ţeir geta fengiđ athygli frá almenningi, ţá ćsa ţeir sig upp í umrćđunni sem verđur á endanum eins og sápukúlu blástur.

Íslendingar, almenningur eru undirokađir af stjórnvöldum... Ţeir eru ofurhrćddir viđ ađ láta skođanir sínar í ljós.

Guđrún Magnea Helgadóttir, 14.10.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Kćri Jón. Ţú hefur án alls efa lesiđ bréfiđ sem ég sendi til allra Alţingismanna og í pósti til ţín, dagsett 4. nóvember 2003 varđandi órannsakađan sannleikann í Geirfinnsmálinu og dauđa fyrrverandi sambýliskonu Ásbjörns Ólafssonar en hann lést áriđ 1977 . Hver var dánađarorsök Dagbjörtu Eyjólfsdóttur sambýliskonu Ásbjörns Ólafssonar eins ríkasta einstaklings sem viđ áttum ţá en hún fannst látin 19. apríl 1979, ţeirri spurningu hefur ekki veriđ svarađ. Hver er ábyrgđ lögreglu á ađ upplýsa sakamál sem ţeir eiga ađild ađ. Hverjir rannsaka lögregluna nema ţeir sjálfir. Sannleikann í Geirfinnsmálinu ţar sem Hćstiréttur dćmdi sakborninga seka án allra sannana ţann 22.02.1980 .Slóđin á bréfinu er. http://mal214.googlepages.com

Hvađ ćtliđ ţiđ frjálslyndir ađ gera varđandi sannleikann í málunum???

Guđrún Magnea Helgadóttir, 14.10.2007 kl. 15:24

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sćll Jón. Ég er sammála ţér í ţví ađ ég tel kjörna stjórnarmenn í OR hafi brugđist skyldum sínum Kannski eru stjórnarstólarnir of ţćgilegir og launaseđillinn of sver til ađ menn vilji fara ađ rugga bátnum.

Guđrún Magnea Helgadóttir  : Ţađ kann vel ađ vera ađ menn hafiu veriđ dćmdir saklausir í Geirfinns- og Guđmundarmálum. Ég blađađi í gegn um hinn mikla dođrant sem hefur ađ geyma dóm Hćstaréttar um ţau mál.  Ţađ má vel sjá ađ ţó svo ađ sakborningar hafi veriđ dćmdir sekir í sakleysi sínu ţá áttu flestir ţeirra fangavistina skilda vegna ótal annarra brota sem ţeir voru sannanlega sekir af.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2007 kl. 19:03

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Innskot Predikarans hér ađ ofan er nú ekki svara vert varđandi dóma í Geirfinnsmálinu. Ef sekt er ekki sönnuđ er á engan máta réttlćtanlegt ađ dćma manneskju í fangelsi vegna ţess ađ hún er örugglega búin ađ brjóta eitthvađ "annađ" af sér.  Ţađ ţarfnast ađ sjálfsögđu ţá sönnunar líka.

En Jón, ég gćti ekki veriđ meira sammála ţér međ störf stjórnarmanna og borgarfulltrúa.  Ţetta mál sannar svo um munar ađ ţetta fólk hefur taliđ sig vera áskrifendur ađ stjórnarlaunum án ţess ađ ţeim störfum ţyrfti ađ fylgja ábyrgđ.  Vilhjálmur líklega sá eini sem er nógu heiđarlegur og kannski einfaldur ađ viđurkenna ţađ bara opinskátt.

Hvernig er hćgt ađ treysta kjörnum fulltrúum sem skrifa undir samninga, jafnvel milljarđa samninga, án ţess ađ svo mikiđ sem lesa ţá??

Er ţetta ekki alveg stórmerkilegt?

Baldvin Jónsson, 14.10.2007 kl. 21:31

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldvin Jónsson   lestu dóminn minn kćri.  Sönnunin á ţá kemur í yfirheyrslum og játningum ţeirra, sem og rannsóknarvinnu lögreglunnar. Ţó ţeir hafi ekki veriđ saksóttir fyrir ţćr sakir ţá voru ţeir sekir um ţađ sem ţeir játtu og uppvístu sjálfir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2007 kl. 21:56

8 identicon

Sćll Jón,hvert er ţitt lögformlega mat á ţessum samningi viđ ţessar klíkur  GGE O R,semsagt á ´´ensku,,    er ţettađ löglegt.?????

Jensen (IP-tala skráđ) 14.10.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Jón.

Ég held ađ stjórn fyrirtćkisins hafi algjörlega brugđist skyldum sínum ţví miđur og skortur á upplýsingum um framtíđaráform sem ađ virđist ađ hafi veriđ meiri en kjörnir fulltrúar almennings fengu nasasjón um nema međ sögusögnum.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 01:20

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig er ţađ nafni...er ekki grunur um djúprista spillingu tilefni til ţess ađ skipa rannsókn í málinu?  Af hverju heldur hiđ háa Alţingi sig til hlés ţarna eins og ađ málefni stćsta byggđarkjarna landsins komi ţeim ekki viđ.

'Eg tel ađ langt sé frá ađ öll kurl séu komin til grafar og ađ taka megi um leiđ alla einkavćđinguna til endurskođunnar hvađ varđar hagsmunatengsl  og innherjatengsl og ţá er ég líka ađ tala um ríkiđ. T.d. útrásarprójekt vegagerđarinnar og fleiri.  Aldrei var flett almennilega ofan af sukkinu viđ einkavćđingu ríkisbankanna og ţađ bara sussađ niđur.  Nú eru sumir ţeir sömu og vćndir voru um spillingu ţar ađ brillera í ţessu máli eins og Finnur Ingólfsson, sem skýlir sér ađ baki nafni fjárfestingarfélags.  Ađkoma Alfređs ađ klofningnum ćtti ađ vera nćgilegt tilefni til rannsóknar.

Ţetta er kraumandi ormagryfja, sem verđur ađ hreinsa til í, ţví mig grunar ađ framtíđ ţjóđarinnar byggi á ţví ađ stöđva ţennan trend.

Svo ţarf ađ gefa út bráđabirgđarlög til ađ heimila kosningar. Ţađ mćtti einfalda máliđ međ ađ hafa forkosningar um hvort ađ sitjandi sveitastjórnir hafi traust áfram, já eđa nei. Hinir sem falla á prófinu ţurfa svo ađ sćta nýrri kosningu.  Alţingi hefur ekki klígjađ viđ ţví ađ gefa út bráđabirgđarlög, ţega taka á verkfallsrétt fólks ađ skipun atvinnurekenda og útgerđarmanna.  Nú ćtti ţađ ađ mćta kröfum fólksins. Til ţess eru ţeir kosnir.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 03:50

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Enskan er víst orđiđ tungumál bisnessmanna á Íslandi og líklega ekki af ástćđulausu. Hver nennir svo sem ađ lesa smáa letriđ......     á ensku?

"Keep it simple"
BB King

Júlíus Valsson, 15.10.2007 kl. 10:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2236
  • Frá upphafi: 2296173

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2068
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband