Leita í fréttum mbl.is

Rússar styrkja stöðu sína sem stórveldi.

Vladimir Pútin hefur hægt og með yfirveguðum hætti byggt upp Rússneska stórveldið. Eftir árásirnar á Bandaríkin 9. september 2001 þá sýndi hann fulla samtöðu með Bandaríkjunum og George W. Bush jr Bandaríkjaforseta. Bush nýtti sér ekki þá framréttu hönd sem Pútín rétti þá fram og hlustaði ekki á varkára stjórnmálamenn í Frakklandi, Þýskalandi og víðar áður en hann hóf herhlaup út í kviksyndið í Írak. Með innrásinni í Írak braut Bush og bandamenn hans reglur Sameinuðu Þjóðanna og innrásin og hernaðurinn er andstæður reglum alþjóðaréttar.

Nú sér Pútín sér leik á borði. Hann aðstoðar Írani við kjarnorkuuppbyggingu þeirra. Hann styrkir stöðu Rússa í nágrannalöndunum og lætur í vaxandi mæli finna fyrir sér á alþjóðavettvangi. Leikurinn er auðveldari en áður vegna þess að stefna Bush hefur veikt Bandaríkin verulega og dregið úr trúverðugleika þeirra því miður.

Það  verður fróðlegt að sjá hvað verður í kosningunum í Rússlandi en líklegt er að bak við andlit þeirra sem kjörnir verða gægist fram sterki maðurinn í Rússneskri pólitík Vladimir Pútin.


mbl.is Pútín vill að Bandaríkin tímasetji brottför hers síns frá Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru æ fleiri merki þess nú, að myndazt hafi tveir pólar í alþjóðastjórnmálum: Rússland og Kína í bandalagi við Íran, Norður-Kóreu o.fl. ríki annars vegar og hins vegar Bandaríkin, Bretland, Japan og Indland. Væntanlega dólar ESB með þeim síðarnefndu, a.m.k. bæði Frakkland og Þýzkaland og mörg af nýju aðildarríkjunum. Spenna og sókn eftir auðlindum og áhrifasvæðum hefur fremur aukizt en hitt á síðustu árum, og er Norðurhjarinn einmitt eitt skýrasta dæmið um það.

Jón Valur Jensson, 18.10.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ítarefni: Sjá grein mína Kapphlaupið um fjársjóði Norðurslóða.

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.10.2007 kl. 21:09

3 identicon

Skyldu Bandaríkjamenn vera búnir að semja við Rússana um að Ísland,sé falt til þeirra(Rússana)verðum við hertekin á ný.?

Jensen (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Pútin hefur sannað sig sem nútímamaður með vitund um það að styrkja stöðu síns samfélags.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2007 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 320
  • Sl. sólarhring: 746
  • Sl. viku: 4834
  • Frá upphafi: 2426704

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 4486
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband