Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórn Reykjavíkur á alla möguleika vegna REI

Eftir því sem best verður séð af þeim fregnum sem þegar hafa borist til almennings vegna samninga Reykjavík Energy Invest og meintum samruna Geysis Green Energy og REI þá hefur  samningaferlið farið í þann farveg að borgarstjórn Reykjavíkur geti valið þá leið að líta á það sem gert hefur verið sem ógilt.  Hvort heldur er samruna Geysis Green og Rei, verksamninginn og kaupréttarsamningana.  Sé þessi staða fyrir hendi sem virðist líkleg miðað við þær upplýsingar sem komið hafa fram þá er meirihlutinn í Reykjavík ekki bundinn með einum eða neinum hætti af þeim ráðstöfunum sem fyrri meirihluti gerði varðandi Orkuveitu Reykjavíkur og REI.  Nýi meirihlutinn hefur því óbundnar hendur og það verður fróðlegt að sjá hvaða stefnu þeir taka.

Þá vek ég athygli á grein Bolla Héðinssonar hagfræðings í Morgunblaðinu í dag undir heitinu "Ekki meir, ekki meir." en þar segir Bolli. "Getum við sætt okkur við nokkuð annað en allir gjörningar verði færðar á byrjunarreit og nýjar samningaviðræður hefjist um tilhögun og eignarhald fyrirtækjanna?"

Ég svara því þannig að við getum að sjálfsögðu ekki sætt okkur við neitt annað en allir gjörningar verði færðir á byrjunarreit og nýjar samningaviðræður hefjist. Þar verður að gæta þess að náttúruauðlindir borgaranna verði áfram almannaeign og allir borgarar sitji við sama borð varðandi kauprétt og möguleika í REI. Ekkert minna er ásættanlegt.

Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn á möguleika á því að láta alla borgara sitja við sama borð.  Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir gera það eða hvort þeir falla á prófinu eins og meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef þeir gera það ekki, fellur gríman gersamlega á tærnar á þeim.

mbk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.10.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Auðvitað á að færa þetta aftur á byrjunarreit. Gerist það ekki sjálfkrafa ef fundurinn sem Svandís kærði verður úrskurðaður ólöglegur?

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 15:11

3 identicon

Strangheiðarlegt af Binga að láta Óskar Bergsson véla um málið í sinn stað. Varla er hann þá að Skara eld að sinni köku ... 

Hrúturinn (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur hjá þér Jón minn.  Og innilega sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 18:50

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Magnús, þetta er spurning sem margir velta fyrir sér þessa dagana.  Málið er í flýtimeðferð og dómur fellur innan tíðar. Margir telja að fundurinn verði úrskurðaður ólögmætur. En það er ekki deilt um umboð þeirra sem sömdu. Ef Bjarni Ármans og Geysir Green voru í góðri trú með samning, sem Reykjavíkurborg er hugsanlega ekki ábyrg fyrir vegna formgalla. Eiga þeir þá ekki skaðabótakröfu á Gamla góða Villa?

Kannski á Gamli góði Villi þá vörn í málinu að hann hafi verið misnotaður vegna einfeldni?   Allt um þá þá er dagljóst að góð sápuópera er í uppsiglingu. 

Sigurður Þórðarson, 22.10.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Við skulum vona að menn nái áttum svo að enn ein auðlindin renni ekki okkur úr greipum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.10.2007 kl. 22:22

7 identicon

Refurinn Björn Ingi,lætur hinn refinn Óskar Bergsson taka sæti sitt,eða hitt þá heldur.Björn Ingi fjarstýrir Óskari,það er engin launung.

Svo annað að ekki má gleyma því að ´´samningurinn,,var á ´´ensku,,hvern fjárann átti það að þýða.Þennan þjófnað Á að stöðva.

Sagt var að samningurinn hafi ekki verið ritaður á ÍSL-ENSKU,og hananú. 

Jensen (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:51

8 identicon

Það er jafnan vont þegar góðar hugmyndir eru kafsigldar. Stofnun REI var góð. Sameining REI og GGE var skynsamleg, en færri áttu að fá að njóta en eðlilegt var. Það var pólitíska glappaskotið. Í því efni ber Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fulla ábyrgð og hefur nú þegar greitt í topp. Soffía frænka (les;Svandís Svavarsdóttir) má auðvitað taka sóp sinn á loft, en þeir Kasper, Jesper og Jónatan hafa farið höndum um það sem máli skiptir og Mr. Margeirsson hefur sagt þessu pólitíska valdi hvað til þess friðar heyrir. Stóra spurningin er: Verður eitthvað tekið ófrjálsri hendi?

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 501
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 5015
  • Frá upphafi: 2426885

Annað

  • Innlit í dag: 464
  • Innlit sl. viku: 4652
  • Gestir í dag: 445
  • IP-tölur í dag: 420

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband