Leita í fréttum mbl.is

Einkaeign á orkulindunum.

Birgir Tjörvi Pétursson skrifar grein í markaðinn í dag og setur þar fram þá skoðun að eðlilegt sé að einkavæða orkulindir landsins. Helstu rökin sem sett eru fram eru þau að ríki eða sveitarfélög eigi ekki að hafa með þetta að gera þau hafi öðrum og merkari störfum að gegna.

Ég er ósammála Birgi Tjörva. Það er eðlilegt að almannavald hafi með auðlindir þjóðarinnar að gera. Almannavaldið getur síðan heimilað einkaaðilum nýtingu ávkeðinn tíma gegn gjaldi. Íslenski orkumarkaðurinn er svo lítill og svæðisbundinn að engin samkeppni eða í besta falli ófullkominn samkeppni gæti orðið á markaðnum. Eru þá sérstakir kostir í því að láta nokkra auðmenn mynda nýtt GasProm og það á Íslandi. Mundu íslenskir neytendur hagnast á því???? Ég fæ ekki séð að svo mundi verða.

Þjóðin telur eðlilegt að koma í veg fyrir að útlendingar geti eignast hlutdeild í fiskinum í sjónum í kring um landið.  Færa má rök fyrir því að orkan í iðrum jarðar og fallvötnum landsins verði verðmætari og verðmætari með árunum og líklega verðmætari en fiskimiðin í kring um landið.  Skiptir þá ekki máli að orkulindirnar séu þjóðareign?

Það er nauðsynlegt að ræða auðlindamálin áður en fleiri slys verða en þegar eru orðin þannig að þjóðin njóti auðlinda sinna en ekki bara fáir útvaldir sem fái þær að gjöf.

Auðlindir í almannaþágu er vígorð sem frjáslynt fólk í stjórnnmálum á að fylkja sér undir á sama tíma og við skulum efla séreignarréttinn og koma allri atvinnustarfsemi þar sem eðlileg samkeppni getur þróast eða er fyrir hendi til einkaaðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Birgir Tjörvi,er all svakalega undarlegur,hvernig fór með kvótan.Fiskimið okkar auðhyggjugróðapungar sölsuðu hann undir sig,með aðstoð rammspilltra pólítukusa,og með fremstan í flokki stríðsglæpamanninn Halldór Ásgrímsson,einn af arkitektum kvótakerfisins.Hver var arkitekt og hugmyndasmiður að eftirlaunafrumvarpinu,jú hinn stríðsglæpamaðurinn Davíð Oddsson,oj hvílík spilling á landi voru::hreinsum til fyrir komandi kynslóðir

Jensen (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Sævar Helgason

Ég er alveg sammála þér ,Jón Magnússon. Auðlindirnar í sjó,jarðvarma ,vatni og fallvötnunum verða alltaf að vera í samfélagslegri eigu íslensku þjóðarinnar. Vonandi næst breið og öflug samstaða um þetta nú á næstu vikum því tíminn er orðinn knappur ..fjárfestar bæði innlendir og erlendir eru komnir með annan fótinn yfir þröskuldinn í átt að yfirtöku. Eins og staðan er í dag er allt galopið í þeim efnum..nú reynir á Alþingi Íslendinga að bregðast við.

Sævar Helgason, 24.10.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll, kvitta hér með og er þér innilega sammála.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.10.2007 kl. 02:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einkavæðingarsporin úr villta vestrinu hræða. Þetta er spurningin um að þjóðin eigi auðlindir lands og sjávar og leigi þær út til ákveðins tíma líkt og gerist í langtímasamningum við orkukaupendur.

Ómar Ragnarsson, 25.10.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 546
  • Sl. sólarhring: 1371
  • Sl. viku: 5688
  • Frá upphafi: 2470072

Annað

  • Innlit í dag: 509
  • Innlit sl. viku: 5217
  • Gestir í dag: 504
  • IP-tölur í dag: 490

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband