Leita í fréttum mbl.is

Hækkun skattleysismarka er líka kjarabót.

Við Frjálslynd höfum lagt fram á Alþingi frv til breytinga á skattalögum sem ef að lögum yrði mundi leiða til þess að fólk með tekjur að kr. 150.000 á mánuði yrði skattlaust. Þessi sérstaki skattaafsláttur minnkar síðan með skilgreindum hætti með hærri tekjum og fellur síðan niður við hærra tekjumark.

Ég sé ekki betri kjarabætur fyrir láglaunafólk en fara þessa leið. Með þeim hætti fær láglaunafólk raunverulega kjarabót án þess að allir fái það sama. Án þess að allt hækki í þjóðfélaginu. Væi ekki ástæða til að skoða þessa leið?


mbl.is Krafa um verulegar kjarabætur í komandi samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðbólga verður til vegna of framleiðlu á íslenskum krónum til að halda úti því hagkerfi sem við búum við í dag allt á fullu viðskiftarhallinn búin að slá heimsmet. Allt evru hjal hjá sumum er bara til að slá ryki í augun á kjósendum að það bjargi öllu. Það er sama hvað gjaldmiðilinn heitir allar þjóðir verða að afla fyrir því sem eytt er.   

Svo er það biðverðbólgan sem er falin í allt of háu húsnæðisverði sem mun hrynja vegna þessa á endanum þá verður óðaverðbólga. Þess vegna verður þessi leið ekki farin að hækka skattleysismörkin það er allt fast vitleysan er búin að standa yfir of lengi til að hægt sé að forða skútuni frá strandi því miður. Það er þó ekki allt svart því líkur eru á að við stígum gegn vaxandi mengun og munum því sjá til sólar innar tíðar.

Baldvin Nielsen,Reykjansbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hækkun skattleysismarka er önnur tveggja leiða til þess að hækka  lægstu laun á vinnumarkaði sem enginn veit hvað er að þurfa að lifa af nema sem reynt hefur.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma þýddi fjötra fólks í fátæktargildru og er til háborinnar skammar.

Hin leiðin er sú að hækka laun verulega sem veldur sömu dómínóhrifum upp allan skallann og ætíð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú væntanlega að tala um tillögu ykkar í Frjálsynda flokknum frá síðustu kosningum, um að skattleysismörk yrðu 150.000 kr. við 150.000 kr. mánaðartekjur en lækki síðan smátt og smátt niður í 112.000 kr. við 250.000 kr. mánaðartekjur. Þetta er einhver fáránlegasta og heimskulegasta hugmynd í skattamálum, sem ég hef heyrt um.

Þessi leið flækir skattkerfið mjög mikið og eini ávinningurinn af heini er mjög há jaðaráhrif skatta á tekjublinu 150.000 til 250.000 kr. tekjum á mánuði. Nánar tiltekið verða jaðaráhrif skatta á þessu tekjubili 49,3%. Ofan á þetta koma síðan jaðaráhrif barnamóta, vaxtabóta og húsaleigubóta. Jaðarháhrif barnabóta og vaxtabóta geta orðið allt að 14% hjá fjölskyldu með þrjú börn. Ef tekjur annars hjóna eða einstæðs foreldris í þeirri fjölskyldu eru milli 150.000 og 250.000 kr. yrðu jaðaráhrifin samtals 63,3%. Talandi um fátæktargildru.

Staðreyndin er sú að ekki er hægt að lækka tekjuskatta meira að krónutölu til lágtekjufóks en til hátekjufólks öðruvísi en að hækka jaðaráhrif tekna að minnsta kosti á einhverju tekjubili. Þessi tillaga ykkar í Frjálslynda flokknum virðist ekki þjóna neinum tilgangi öðrum en að fela þessa staðreynd með útfærslu, sem gerir ekkert annað en að flækja skattkerfið og kemur verr út fyrir fólk í lægri tekjuhópum en einfaldari útfærsla, sem felst einfaldlega í því að hækka skattleysismörk og hækka á sama tíma skattprósentuna í stað þess að fela það, sem í raun er hækkuð skattprósenta þegar tekjutengdur persónuafláttur bætist við jaðarháhrif skattprósentunnar.

Tökum dæmi. Í stað þess að fara leið Frjálsynda flokksins þá hækkum við skattleysismörkin í 150.000 kr. og hækkum samanlagða prósentu skatta og útsvars úr 35,72% í 40%. Ég veit ekki hvort þessi leið gefur nákvæmlega sömu tekjuskerðingu fyrir ríkissjóð og tillaga Frjálsynda flokksins en fer örugglega mjög nærri því. Útfærsla, sem gæfi nákvæmlega sömu niðurstöðu fyrir ríkissjóð er væntanlega með tölur eitthvað nærri þessu.

Þessi útfærsla kemur að sjálfsögðu eins út gagnvart öllum launþegum með undir 150.000 kr. í tekjur. Hún kemur hins vegar betur út fyrir alla launþega með tekjur á bilinu 150.000 til 467.140 kr. á mánuði. Tillaga Frjálslynda flokksins kemur sér hing vegar betur fyrir launþega með hærri tekjur en 467.140 kr. á mánuði.

Þarna er því um mun einfaldari leið að ræða, sem kemur betur út fyrir tekjulægri hópa en hin mjög svo heimskulega tillaga ykkar í Frjálsynda flokknum. Í henni er það hins vegar uppi á borðinu að verið er að lækka sérstaklega skatta þeirra lægstlaunuðu með því að auka jaðaráhrif í skattkerfinu samhliða hækkun skattleysismarka en er ekki verið að fela það með tekjuskertumersónuaflætti.

Það kemur sér einfaldlega betur fyrir þá tekjulægstu að hækkuðum jaðaráhrifum skatta sér dreift yfir allan tekjuskalan í stað þess að láta einungis tekjulægstu hópana finna fyrir þeim. Það kemur sér betur fyrir þá að jaðarháhrifin séu 40% yfir línuna á alla með tekjur yfir 150.000 kr. á mánuði heldur en að þau séu 49,3% á tekjubilinu 150.000 til 250.000 kr. á mánuði en lækki síðan í 35,72% hjá tekjuhærri hópunum.

Sigurður M Grétarsson, 17.11.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Það sem ég vil vita er hvort þið eruð með það á dagskrá að leggja fram að hið íslenska táknmál verði viðurkennt á næstunni? :/ hef ekkert heyrt um það síðan fyrir kjördag. annars er ég sáttur með allt sem þið eruð að gera, fylgist vel með a síðunni ykkar og hef reynt að koma í kaffi þegar mér berst bréf en hingað til ekki getað mætt. :)

Ottó Marvin Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband