Leita í fréttum mbl.is

Burt með verðtryggingu lána.

Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við fjármálaráðherra um verðtryggingu lána. Fjármálaráðherra fer varlega og segir verðtrygginguna hafa gegnt mikilvægu hlutverki en útilokar ekki að hún verði afnumin. Viðskiptaráðherra er mun afdráttarlausari og segir að flestir vilji sjá á bak verðtryggingunni. Þá hefur Hreiðar Már Sigurðsson  forstjóri Kaupþings sagt að rétt sé að afnema verðtryggingu lána í framtíðinni.

Við Frjálslynd höfum lagt fram þingsályktunartillögu um afnám verðtryggingar og sambærileg lánakjör fólksins í landinu og fólk býr við í nágrannalöndum okkar. Mikilvægt er að ræða þau mál af alvöru ekki síst vegna þess að veður gerast nú válynd á peningamarkaði þjóðarinnar.

Það er eðlilegt að talsmenn lífeyrissjóða séu á móti því að verðtrygging á lánum verði afnumin. Verðtryggingin tryggir lífeyrissjóðunum sem og öðrum fjármagnseigendum áhyggjulausa  stöðuga og góða ávöxtun af dauðu fé. Á sama tíma bitnar þetta á þeim sem skulda sem að meginstefnu til eru að greiða til lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðirnir og talsmenn þeirra mættu huga oftar að hagsmunum sjóðsfélaga sinna þó þeir eigi langt í það að fá greiðslur úr sjóðnum. Það skiptir nefnilega máli að fólki geti liðið vel í núinu en eigi ekki bara von um að fá þokkalegar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni ef fólki endist aldur til.

Sem betur fer sjá fleiri og fleiri þann vanda og það óréttlæti sem fólgið er í verðtryggingu lána og vilji er allt sem þarf til að breyta því.

En þá þurfum við líka traustan gjaldmiðil sem getur verið gjaldmiðill þjóðarinnar í öllum viðskiptum. Flotkrónan íslenska dugar ekki til þess því miður. Afleiðingin er sú að við verðum að koma því til leiðar að allir aðilar markaðarins geti treyst gjaldmiðlinum í öllum viðskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú vilt sem sagt sjálfur að verðtrygging lána verði afnumin sem fyrst, en sérð ekki að það sé unnt, eins og staðan er í dag, vegna hins veika gjaldmiðils okkar. Þú ert þá alveg sammála þeim Árna Matt og Björgvini?

Jón Halldór Guðmundsson, 4.12.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Okkur gleymist stundum þegar rætt er um póiltískar aðgerðir í fjármálum að þar eru fáir "fræðingar" hlutlausir.

Hinar svonefndu greiningardeildir bankanna eru mannaðar launuðum starfsmönnum sem tæplega senda frá sér fræðilegar niðurstöður sem koma vinnuveitandanum mjög illa.

Eða hvað?

Er ekkert athugavert við það að þegar sýslumannsembætti sendir frá sér frétt um að nauðungaruppboð á fasteignum hafi margfaldast þá kannast bankarnir ekkert við það?

Árni Gunnarsson, 4.12.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála þér að verðtryggingin verði að fara.

Hrannar Baldursson, 5.12.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

StEFÁN EINAR VEIT HVAÐ ER ÞJÓÐINNI FYRIR BESTU...HANN HEFUR ÞURRKAÐ ÚT ÖLL UMMÆLI MÍN UM HVERSU GÓÐ OG SKEMMTILEG LITLU JÓLIN eru...??

http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/382622/

..bara dæmi um kristninarmenn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:12

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

auðvitað engin verðtryggingsegir sig sjálft

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:16

6 Smámynd: Halla Rut

Sammála Guðmundi Jónssyni.

Góð grein hjá þér Jón í Mogganum í gær um innflytjendamál. Hugrökk og löngu tímabær. Ég bara skil ekki af hverju það má ekki ræða þessi mál eins og öll önnur mál sem hafa áhrif á samfélag okkar.  

Halla Rut , 6.12.2007 kl. 08:50

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sammála þér Jón Magnússon, eins og nokkrum sinnum áður,

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 00:12

8 identicon

Nú um þessar mundir eru við bæð með háa vexti og verðtryggingu. Surningin er alltaf þessi, ef til lengri tíma er litið....afnám verðtryggingar og hærri vexti?  Ég er satt best ekki búinn að gera þetta up við mig... og því deilir með mér Jón "hagi" Sigurðsson.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:56

9 Smámynd: Johnny Bravo

Vill ekki kaupþing bara bjóða okkur lán á 12% vöxtum þá og hætta með verðtryggingu, þarf eitthvað að gera allt með lögum boðum og bönnum?  Ekki það að mér finnst verðtrygging kjánaleg leið til að reikna lán.

Ég minni á að seðlabankinn þarf að hækka vexti vegna verðbólgu, veðhækkana, stundum nefnd þensla en fræðimenn kalla mikil eftirspurn. Þetta er skapað vegna þess að ríkissjóður er ekki rekin með neinum hagnaði að ráði.

Ef menn vilja fara að hafa þetta eins og í nágrannalöndunum þurfa menn að muna að þar hafa menn ekki fasta vexti og nota skuldabréf, þannig að þegar vextir seðlabanka hækka, hækka afborganir allra skuldara jafnt mikið hlutfallslega og þeir peningar sem eru greiddir í lán minnka eftirspurn og slá á þenslu, verðhækkanir og verðbólgu.

Ef við náum fram lægri vöxtum mun húsnæðisverð einnig hækka og verða svipað og í Danmörku úr 250þús/m2 í Rvk í 400þús/m2 60

Skoðanir Guðmundar Jónssonar hér að ofan eru kannski best skýrðar með jólasveinahúfuni sem hann er með á myndinni, væri til í að slíkur maður skýrði hvernig ísland fór frá að vera 3 heimsríki til 3 ríkasta ríkið í heiminum á 20árum ef krónan er svona skelfileg.

Það þarf Seðlabanka þó að seðlabankinn lofi að borga 100kr fyrir hverja Evru, svo lengi sem hann getur, þegar hann getur það ekki lengur, þá verða þeir að fella gengið og þá fer allt í rugl. Þetta þekkja menn frá gamalli tíð.

Okkar kerfi með fljótandi krónu og fyrirsjáanlegum hagsveiflum er miklu betra og áfallalausara en nokkuð annað kerfi sem fundið hefur verið upp. Eina sem vantar er að ríkistjórnin fara að koma með fjárlög sem tappa þensluna af og borga sínar skuldir.

KV JB 

Johnny Bravo, 9.12.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 332
  • Sl. sólarhring: 738
  • Sl. viku: 4846
  • Frá upphafi: 2426716

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 4497
  • Gestir í dag: 304
  • IP-tölur í dag: 291

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband