Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur sigur Obama.

Yfirburðasigur Obama í forkosningum Demókrata í Iowa kemur nokkuð á þægilega á óvart. Skoðanakannanir rétt fyrir kosningarnar sýndu að mjótt yrði á mununum milli Hillary Clinton, John Edwards og Barack Obama. Niðurstaðan var hins vegar yfirburðasigur Obama.

Það er athyglivert að Hillary Clinton skuli vera í þriðja sæti í forkosningunum þrátt fyrir alla þá peninga og skipulag sem að kosningabarátta hennar hefur. Hennar tími gæti þó koimð þó úrslitin í Iowa bendi til að svo muni ekki verða.

Iowa er miðvesturríki í Bandaríkjunum sem byggt er að stærstum hluta hvítu fólki. Það hefur greinilega ekki fordóma gagnvart Obama eins og úrslitin sýna. Obama hefur fengið mikinn vind í seglinn með þessum úrslitum.

Fyrir Bandaríkin þá er spurningin hvaða forseti er líklegur til að bæta þann skaða sem George W. Bush jr. hefur valdið. Ég get ekki séð að fulltrúi gömlu viðhorfanna Hillary Clinton geti gert það í röðum Demókrata finnst mér það helst vera Obama og í röðum Repúblíkna John McCain sem hefur fordæmt pyntingar á föngum og verið frjálslynda skynsemisröddin innan Repúblikanaflokksins á tímum þeirra hremminga sem George W. Bush jr. hefur fært yfir flokkinn og Bandaríikin


mbl.is Huckabee og Obama sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta byrjar vel!

Barack Obama (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Má ég þá heldur biðja um sjaldnefndan Repúblíkana (alvöru Repúblíkana, ekki Ný-Íhald) að nafni dr Ron Paul, sem er hvergi minnst á þrátt fyrir gífurlegar vinsældir vestra.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.1.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hefði kosið Hillary Clinton... Hún er eina konan sem sótt hefur um embætti forseta Bandaríkjanna..en ekki vegna þess aðeins að hún er kona....Eiginmaður hennar, fyrrverandi forseti á unda núverandi forseta Buss, byggði upp fjármál BNA og skylaði þjóðarbúinu með ágætum, sem nú sitjandi forseti hefur ausið í stríðsrekstur...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir með Guðrúnu Magneu. Vil bæta því við að fátt er BNA mikilvægara en breytt ímynd á alþjóðavettvangi og þar sé ég engan álitlegri í hlutverkið en frú Clinton. 

Árni Gunnarsson, 4.1.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 642
  • Sl. sólarhring: 746
  • Sl. viku: 3052
  • Frá upphafi: 2299025

Annað

  • Innlit í dag: 615
  • Innlit sl. viku: 2859
  • Gestir í dag: 607
  • IP-tölur í dag: 592

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband