Leita í fréttum mbl.is

Tvískinnungur Egypta gagnvart Palestínumönnum.

Egyptar hamast við að hafa Palestínumenn lokaða inni á þéttbýlasta svæði veraldar. Þeir reyna að meina þeim frjálsa för til að kaupa nauðsynlegar vörur og vistir í Egyptalandi.  Það er með öllu óskiljanlegt og furðulegt í ljósi yfirlýsinga um samstöðu með Palestínumönnum.  Stjórnin í Egyptalandi setur niður við þetta. Ekki má gleyma því að Gasa svæðið var hluti af Egyptalandi fyrir 6 daga stríðið.

Það er ljóst að öfgaöfl bæði meðal Palestínumanna og í Ísrael mega ekki til þess hugsa að sátt náist um frið og friðsamlega sambúð Palestínuríkis og Ísrael. Þeir gera allt sem þeir geta til að spilla hvaða friðarferli eða samningum sem vera kann. Þannig skjóta öfgamenn á Gasa ströndinni stöðugt eldflaugum inn í Ísrael og Ísraelsmenn bregðast við með því að beita ólögmætum  hóprefsingum gagnvart Palestínumönnum. Síðan þegar fólkið leitar sér bjargar með því að brjóta niður aðskilnaðarmúrinn við Egyptaland þá koma Arabar eins og þeir og meina þeim för. Á sínum tíma stóð Nasser forseti Egyptalands fyrir svokölluðum Pan-Arabískri stefnu sem miðaði að því að sameina alla Araba í eitt ríki. Nú vilja Egyptar ekkert vita af þeirri stefnu og rétta Palestínumönnum vart hjálparhönd á meðan Evrópusambandið og Norðurlönd fara að með öðrum hætti og eru með virkt velferðar- og hjálparstarf fyrir Palestínumenn.

Þegar ríki eins og Egyptaland vill ekki hjálpa meðbræðrum sínum hinumegin aðskilnaðarmúrsins þá segir það ljóta sögu um Hosni Mubarak forseta og stjórn hans.


mbl.is Unnið að lokun landamæranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón hvað er þetta hún Ingibjörg skýst yfir þarna og réttar þessu,og lengi lifi íhaldið

Adolf (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Halla Rut

Þú varðst stórkostlegur í Silfri Egils í dag. Talað eins og úr mínu hjarta.

Halla Rut , 27.1.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er til fordæmi úr fyrri sögu þegar svipað var uppi af hendi Jórdaníumanna, sem vildu sem minnst af flóttamannavanda Palestínumanna vita. Hver hugsar um sitt.

Ómar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband