Leita í fréttum mbl.is

Baráttan harðnar milli Obama og Clinton

Nú þegar John Edwards dregur sig úr forvalinu fyrir útnefningu Demókrataflokksins við forsetakjör eru aðeins tveir alvöru frambjóðendur eftir. Hillary Clinton og Barack Obama.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig úrslitin verða á stóar þriðjudeginum 5. febrúar n.k. þar sem John Edwards dreifir þá ekki atkvæðunum þannig að úrslitin verða hreinni á milli Obama og Clinton.

John Edwards var varaforsetaefni John Kerry við síðustu forsetakosningar og hann lýsir e.t.v. ekki yfir stuðningi við Obama eða Hillary fyrr en ljóst má vera hvort þeirra verður líklegra til að verða valin forsetaefni. Hins vegar var það athyglivert að sá virti öldungardeilarÞingmaður Edward Kennedy skyldi lýsa yfir stuðningi við Obama nú í vikunni. Sá stuðningur skemmir alla vega ekki fyrir Obama.

Sagt er að Edward Kennedy hafi ofboðið framganga Clinton hjónanna í kosningabaráttunni en það er þá ekki í fyrsta skipti sem þau ofbjóða fólki. Clintonarnir hafa komist upp með það að ofbjóða fólki og getað treyst því að fólk er fljótt að gleyma.  Þau kunna líka þá list til fullnustu að rugla umræðuna eins og nú er verið að gera af Sjálfstæðisflokknum og fjölmiðlum hans varðandi skömm flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.


mbl.is Edwards hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Edwards er einna skárstur í demókrataarmi bandar. einflokksins enda ýtir vígbúnaðar- og stríðssölupressan honum til hliðar. Það var alltaf fyrirsjáanlegt.

Séu ráðgjafar Clinton og Obama skoðaðir kemur í ljós óhugnanleg hjörð stríðsglæpamanna og hernaðarsölumanna með langan og afar blóðugan feril. Varla þarf að taka fram að hinn armur einflokksins er álíka mannaður. Fólk ætti alveg endilega að kynna sér það.

Baldur Fjölnisson, 30.1.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 104
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 3992
  • Frá upphafi: 2449603

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 3727
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband