31.1.2008 | 11:45
Ruglandinn í stjórn Reykjavíkur kemur niður á Frjálslynda flokknum.-
Stjórnmálamenn eiga ekki að taka skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka of hátíðlega hvernig svo sem niðurstaðan er. Samt sem áður er útilokað annað en skoða þær vegna þess að þær gefa ákveðna vísbendingu um stöðu flokkana.
Frjálslyndi flokkurinn fær ekki viðunandi fylgi samkvæmt skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag en þar mælist flokkurinn með 3.6% fylgi og kæmi engum manni á þing ef það yrði niðurstaðan. Benda má á að Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf fengið meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum en miðað við málatilbúnað flokksins á Alþingi og starf flokksins þá verður þessi niðurstaða ekki skýrð með öðrum hætti en þeim að Frjálslyndi flokkurinn líði fyrir það að þeir fulltrúar Íslandshreyfingarinnar sem leiða nýjan meirihluta í Reykjavík með Sjálfstæðisflokknum vísa ávallt til sín sem F lista og í opinberri umræðu er alltaf talað um Frjálslynda þó að Frjálslyndi flokkurinn eigi enga formlega aðild að þessu meirihlutasamstarfi og beri enga pólitíska ábyrgð á því.
Það verður verkefni okkar á næstunni að gera grein fyrir því að við í Frjálslynda flokknum berum ekki ábyrgð á borgarstjóranum í Reykjavík og höfum ekkert með að gera það rugl sem er í ráðhúsi Reykjavíkur.
Það er ósanngjarnt að Frjálslyndi flokkurinn gjaldi fyrir aðgerðir liðhlaupa úr Frjálslynda flokknum. En þannig verður það meðan við náum ekki að gera kjósendum grein fyrir að meirihlutinn í Reykjavík er okkur óviðkomandi.
Samfylkingin má vel við sína útkomu una og ljóst að ruglandinn í Reykjavík hefur styrkt stöðu flokksins en að sama skapi veikt stöðu Sjálfstæðisflokksins. Það ber líka að skoða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist alltaf í skoðanakönnunum Fréttablaðsins mun hærri en útkoma hans er í Alþingis- eða borgarstjórnarkosningum.
En við Frjálslynd verðum að taka mark á þessari niðurstöðu og skoða með hvaða hætti við vinnum okkur úr þeim vanda sem að borgarstjórnarflokkur liðhlaupanna hefur komið okkur í.
Fylgi Samfylkingar eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 626
- Sl. sólarhring: 665
- Sl. viku: 5565
- Frá upphafi: 2426199
Annað
- Innlit í dag: 580
- Innlit sl. viku: 5134
- Gestir í dag: 552
- IP-tölur í dag: 524
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Formaður Frjálslyndra lýsti sérstökum stuðningi við manninn þegar þetta átti sér stað...hvorn ykkar er að marka ?
Jón Ingi Cæsarsson, 31.1.2008 kl. 12:00
Það er ekki rétt Jón. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins lýsti ekki yfir stuðningi hvorki við Ólaf F. Magnússon né myndun nýja meirihlutans í Reykjavík. Það sem formaður Frjálslynda flokksins lýsti ánægju sína með var að mörg þau atriði sem lagt hefði verið áherslu á eins og t.d. flugvöllinn í Reykjavík væri í málefnasamningi meririhlutans. Guðjón Arnar Kristjánsson sagði að þegar maður færi úr Frjálslynda flokknum í annan flokk þá bæri Frjálslyndi flokkurinn ekki pólitíska ábyrgð á honum. Ólafur F. Magnússon er í Íslandshreyfingunni en ekki í Frjálslynda flokknum.
Jón Magnússon, 31.1.2008 kl. 12:13
Las þetta hjá Viðari sem titlar sig formann ungra frjállyndra:
"Ég sem formaður Félags ungra frjálslynda lýsi hér með yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans í Reykjavík."
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2008 kl. 12:36
Og þetta segir Sigurjón fyrrum þingmaður fyrir Frjálslynda: "Það verður spennandi að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Ég hef þá trú að hugsjónamaðurinn Ólafur F. Magnússon eigi eftir að rækja starfið af trúmennsku, einlægni og harðfylgi. Það er ljóst að ef Ólafur F. Magnússon stendur sig sem forystumaður Reykvíkinga og nær að fylkja borgarbúum um sig og stefnumálin kemur hann vel til greina sem næsti forystumaður Frjálslynda flokksins"
Því er það ljóst að þú Jón átt mikla vinnu eftir innan flokksins að samræma hvaða stöðu hann hefur þar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2008 kl. 12:45
Enda þarf að skoða þessi ungliðahreyfingar mál hjá flokknum. Sjálfskipaður formaður sem velur inn í stjórn? Hvað er málið... Því miður held ég að FF sé að skjóta sig í fótinn án hjálpar Íslandshreyfingarinnar.
Fyrrverandi félagi í FF
Daníel (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 12:45
Hvort eru Frjálslyndir að koma eða fara?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 13:13
Góð greining hjá þér Jón, ég brosi ekki hringinn vegna þessara skoðunarkönnunar. Eina vísbending er sú að kjósendur bera nú meira traust til Samfylkingarinnar en fylgið rennur nú milli stjórnaflokkana. Það er samt merkilegt að framsóknarfylgið rennur ekki til ykkar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:18
Ég hef ævinlega aðspurður um staðreyndir í þessu máli sagt eftirfarandi:
F-listinn hét við kosningarnar "F-listi, listi frjálslyndra OG ÓHÁÐRA."
Þegar listinn var borinn fram var Íslandshreyfingin ekki til og stóð því kjósendum ekki til boða.
Íslandshreyfingin á því ekki beina aðild að F-listanum í borgarstjórn þótt fjórir efstu menn á listanum séu nú félagar í Íslandshreyfingunni. Tveir þeirra ákváðu að standa að núverandi meirihluta en tveir að samstarfi við minnihlutann.
Af því hefur síðan leitt að tíu manns tengt Íslandshreyfingunni eru í helstu nefndum borgarinnar og sitja þar bæði sem fulltrúar meirihluta og minnihluta.
Svona hefur þetta spilast og sýnist flókið en þó ætti það ekki að sýnast flókið fyrir Jón Magnússon, sem kaus væntanlega Nýtt land 2003, Sjálfstæðislokkinn 2006 (upplýsti það í Silfri Egils) og Frjálslynda flokkinn 2007.
Í Silfri Egils sagðist þessi þingmaður Fjálslynda flokksins vera ósáttur við það sem kjósandi Sjálfstæðisflokksins 2003 hvernig flokkurinn kemur fram í borgarmálefnum.
Ég ber meiri virðingu fyrir rétti Jóns Magnússonar til að velja sér vettvang til að berjast fyrir skoðunum sínum en svo að ég kalli hann "liðhlaupa" í niðrunarskyni þótt hann hafi fylgt þremur stjórnmálaflokkum að málum á síðustu fjórum árum.
Ómar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 13:54
Svona geta stjórnmálin nú vera flókin. Auðvitað er það vont fyrir alla flokka þegar fólk yfirgefur þá og fer annað. En trúlega er það vegna þess að fólk sér aðrar áherslur en það vill leggja á oddinn og kýs þar af leiðandi að fylgja því. Sem betur fer skiptir fólk um skoðun og þroskast í stjórnmálum eins og í öðru.
Við lítum á hlutina frá mimunandi sjónarhorni og það er leyfilegt.
Frjálslyndi flokkurinn getur að sjálfsögðu ekki borið abyrgð á Borgarstjórninni, enda er hún með "Sjálfstæð".
Áherslurnar eru líkar mörgum stefnnum og þar á meðan FF. Af hverju Sigurjón styður Ólaf F. er hans persónulega skoðun. Það er ekki víst að hann hafi nokkur áhurf á formannsefni flokksins þegar þar að kemur. Það hefur ekkert heyrst um formannskipti í flokknum. Den tid, den sorg.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 31.1.2008 kl. 15:17
Mér hefur fundist stöðugt sérkennilegra að fylgjast með málatilbúnaði Ómars Ragnarssonar sem ég hef borið mikla virðingu fyrir. Nú er hann lentur í vanda með Ólaf F og Margréti o.fl allt forustufólk í Íslandshreyfingunni. Ómari til upplýsingar þá er liðhlaupi sá sem yfirgefur lið sitt í orustu eins og Ólafur F Magnússon gerði í miðri kosningarbaráttunni til Alþingis s.l. vor. Það er meiri spurning hvort hægt sé að kalla Margréti liðhlaupa af því að hún yfirgaf Frjálslynda flokkinn á ákveðnum forsendum og sjónarmiðum. Sama er með menn sem fara úr flokki eru utan flokka eða ganga í aðra. Ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum formlega fyrir um einum og hálfum áratug af því að ég vildi ekki bera ábyrgð á þeirri forustu sem kosinn hafði verið og stefnu hennar í landsmálum þá var ekki yfirstandandi kosningabarátta og ef ég man rétt 3 ár í næstu kosningar. Þrátt fyrir að ég væri genginn úr flokknum hef ég iðulega kosið hann af því að annað betra hefur ekki verið í boði. Við myndun Nýs Afls tók ég að mér að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi suður og varð síðar formaður Nýs Afls. Nýtt Afl bauð ekki fram í síðustu borgarstjórnarkosningum og það var ekkert leyndarmál að ég styddi við þær kosningar Sjálfstæðisflokkinn og skrifaði m.a. upp á sérstaka stuðningsyfirlýsingu við flokkinn í þeim kosningum. Sumarið 2006 var Nýtt Afl lagt niður og félagar í Nýju Afli hvattir til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Það var því aldrei um liðhlaup að ræða. Ómar þú verður að passa þig á að fara rétt með staðreyndir þó þú sért hættur að vera skemmtikraftur sem þjóðin elskaði og orðinn stjórnmálamaður.
Jón Magnússon, 31.1.2008 kl. 17:12
Það er áhugavert að sjá hvernig Ómari, þessum mikla "lýðræðissinna" þykir bara allt í lagi hvernig fólk stelur kinnroðalaust umboði sínu sem það fær í kosningum og fer með það yfir í aðra stjórnmálaflokka eins og hvert annað þýfi - ef það er þá hægt að kalla "Íslandshreyfinguna" stjórnmálaflokk.
Ég þarf þegar betur gefst tími til, - að greina þjóðinni frá því hvernig Ólafur Friðrik Magnússon kom fram við Frjálslynda flokkinn og félaga sína þar, þannig að kjósendur sjái nú hvaða mann sá stjórnmálamaður hefur að geyma. Sveinn Aðalsteinsson fyrrverandi kosningastjóri F-listans og náinn fyrrverandi vinur og vopnabróðir núverandi borgarstjóra Reykjavíkur sagði margt gott og rétt í Silfri Egils um helgina en sláturtíðin geymir nokkra keppi eftir enn.
Meira síðar.
Magnús Þór Hafsteinsson, 31.1.2008 kl. 19:39
Ég hélt að þið Magnús og Jón vissuð að þingmönnum og kjörnum fulltrúum ber að fara eftir sannfæringu sinni fyrst og fremst. Það getur orðið til þess að fólk telji sig tilneytt að vinna gegn stefnu flokksforystunnar eða jafnvel neytt til að ganga úr flokknum.
Um þetta eru svo mörg dæmi að lengi mætti telja. Ég veit ekki betur en að þið í Frjálsllynda flokknum hafið tekið Kristni H. Gunnarssyni tveimur höndum þótt hann gengi í þriðja flokkinn á stjórnmálaferli sínum.
Skilgreining á því hvað er orrusta er ekki skýr. Þegar tekist er á um mál á miðju kjörtímabili getur það verið jafn mikil orrusta og kosningabarátta.
Ég er hins vegar sammála ykkur um það að það séu takmörk fyrir því hve mjög menn geti breytt um stefnu án þess að taka tillit til þeirra sem þeir eru umbjóðendur fyrir. En þar verður hver að eiga við samvisku sína.
Í kosningum "stelur" enginn fólki og fer með það yfir í annan flokk. Ég get ekki séð að Íslandshreyfingin hafi stolið einum eða neinum sem kaus hana í síðustu kosningum þótt frambjóðendurnir kæmu margir hverjir úr röðum annarra flokka.
"Stálu" Framsóknarmenn stórum hluta fylgjenda ríkisstjórnar flokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar samstaða myndaðist í mars 1956 til að vinstri flokkarnir samþykktu tillögu um brottför hersins þvert gegn stefnu ríkisstjórnarinnar?
"Stal" Hannibal þeim Alþýðuflokksmönnum sem gengu með honum yfir í nýjan flokk og kusu hann síðan áfram til þings?
Ómar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 00:03
Það er fráleitt að bera Kristinn H. Gunnarsson saman við Ólaf F. Magnússon ef Ómar er að reyna það. Kristinn gekk úr Framsóknarflokknum í lok kjörtímabils þegar umboði hans frá kjósendum var í raun og veru lokið og ný kosningabarátta hafin. Þetta gerði Kristinn eftir langvarandi málefnaágreining við forystuöfl Framsóknarflokksins. Ágreining sem fór ekki fram hjá neinum þeim sem á annað borð fylgist með í pólitík.
Valdimar Leó Friðriksson gekk sömuleiðis yfir til Frjálslynda flokksins í lok kjörtímabils eins og Kristinn.
Ólafur F. Magnússon og fleiri úr borgarstjórnarhóp Frjálslynda flokksin fór hins vegar ekki frá Frjálslynda flokknum vegna málefnaágreinings og hann yfirgaf flokkinn aðeins örfáum mánuðum eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar nýtt kjörtímabil var nýhafið. Kosningar sem hann tók þátt í sem fullgildur félagi í Frjálslynda flokknum, eins og allir vissu eftir að hann með hópi fólks gekk í flokkinn með viðhöfn fyrir framan fjölmiðla og flokksfélaga á landsfundi 2005 og engin þurfti að veljast í vafa um þegar kosningabaráttan var háð og auglýsingar, málflutningur og annað kom fyrir augu og eyru kjósenda.
Hann hefur sjálfur komið sér í þá stöðu að Frjálslyndi flokkurinn ber ekki neina ábyrgð - alls enga - á honum í stjórn Reykjavíkurborgar.
Raunar voru nær öll þau sem skipuðu F-listann í borgarstjórnarkosningum 2006 félagar í Frjálslynda flokknum. "Óháða" nafnið var hengt þarna við vegna þess að tvær eða þrjár manneskjur vildu ekki vera flokksbundnar. Af virðingu við óskir þeirra og vegna þess að þetta fólk naut trausts og álits, var fallist á að þær gætu tekið sæti á lista án þess að vera flokksbundin. Þetta voru því miður mikil mistök því reynslan hefur sýnt að fólk hefur misnotað þann möguleika óspart að lýsa sig "óháð" síðar meir til að geta hlaupið með umboð sitt í þær áttir sem það heldur að vindar blási á hverjum tíma. Mér sýnist nú að þessu fólki verði vart kápan úr því klæðinu því örlög þeirra ætla að verða dapurleg í pólitík.
En það verður víst hver og einn að fljúga eins og hann er fiðraður til.
Magnús Þór Hafsteinsson, 1.2.2008 kl. 11:19
Það er ótrúlegt að þeir sem tóku þátt í valdabröltinu í borginni hafi ekki áttað sig á því hvað þessi gjörningur er slæmur fyrir pólitíkina í heild sinni og var ekki á það bætandi.
Þóra Guðmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 19:37
Fréttin hér fyrir neðan um þreifingar sem sýndu að vilji var til að sameina Frjálslynda flokkinn inn í Sjáflstæðisflokkinn hjá sumum þar innandyra a.m.k eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar án þess að kjósendur höfðu eitthvað um það að segja. Ekkert varð af þeim svikum þá væntanlega vegna þess að það hefur ekki verið nóg kjöt á beinunum fyrir þá sem reyndu sameiningu út á eitthvað fyrir sjálfan sig. Kveðja, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Fréttablaðið 31. maí 2006 frétt á bls .2
Sjálfstæðismenn og frjálslyndir hafa rætt sameiningu:
Tækifæri úr sögunni
,,Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á morgunvaktinni á Rás 1 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert alvarleg mistök þegar hann sleit viðræðum um meirihlutasamstarf með Ólafi F. Magnússyni hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík
.,,Hafi Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tíman haft tækifæri til þess að eiga einhvern möguleika á því að fá okkur úr Frjálslynda flokknum aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn þá gekk það tækifæri úr greipum í gær,’’ sagði Magnús í gær.
Spurður af Fréttablaðinu hverjir hefðu rætt við hverja svaraði Magnús: ,,Þetta hefur oft verið sagt við okkur þingmaður á þingmann og aðeins í óformlegum samræðum. Ég var ekki að vísa til annars.’’ Hann sagði einnig að Morgunblaðið hefði bent á að Frjálslyndi flokkurinn gæti reynst Sjálfstæðisflokknum skeinuhættur. Boð um sameiningu hefði aldrei verið formlegt og ekki hugleitt af forustu Frjálslynda flokksins.
Arnbjörn Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir frjálslynda, sem og aðra sem aðhyllist stefnu flokksins, velkomna. ,,Menn ræða ýmislegt í spjallli sín á milli, en enginn minna þingmanna hefur rætt við mig um að þeir hefðu verið með sérstakar þreifingar í þessa átt. Þannig að þetta kom mér frekar á óvart, en eins og ég segi eru frjálslyndir sérstaklega velkomnir vilji þeir fylgja okkar stefnu. ‘’
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.